Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2015 09:45 Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. Það hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum skotveiðimönnum sem koma gagngert til landsins til að skjóta gæs en jafnframt fjölgar þeim hratt sem koma hingað til að skjóta rjúpu, önd, svartfugl og hreindýr. Margir af þeim aðilum sem selja laxveiðileyfi eru farnir að bjóða skotveiði samhliða stangveiðinni eða pakka þar sem veiðimenn geta gert bæði. Hjá Lax-Á sem dæmi er þessi angi af rekstrinum orðinn um fjórðungur af starfssemi fyrirtækisins. Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið drjúgir á þessum markaði og hafa þeir meðal annars lagt undir sig marga af bestu ökrunum á landinu og selja veiðileyfi í þá þar sem boðið er upp á alla þjónustu með því. Aðilar í ferðaþjónustunni hafa tekið þessari viðbót fagnandi enda fylgir þessum veiðimönnum sú nauðsyn að kaupa mikið af þjónustunni af þessum aðilum, þ.á.m. bílaleigubíla, gistingu, kaup á búnaði til veiða o.s.fr. Íslenskar skyttur hafa tekið þessu misvel og þá sérstaklega gagnvart því að auka ágang á rjúpnalendur. Það er lauslega talið að á milli 300-400 skyttur hafi komið til landsins í fyrra gagngert til að stunda skotveiðar og það er frekar reiknað með að þeim eigi eftir að fjölga. Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði
Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. Það hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum skotveiðimönnum sem koma gagngert til landsins til að skjóta gæs en jafnframt fjölgar þeim hratt sem koma hingað til að skjóta rjúpu, önd, svartfugl og hreindýr. Margir af þeim aðilum sem selja laxveiðileyfi eru farnir að bjóða skotveiði samhliða stangveiðinni eða pakka þar sem veiðimenn geta gert bæði. Hjá Lax-Á sem dæmi er þessi angi af rekstrinum orðinn um fjórðungur af starfssemi fyrirtækisins. Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið drjúgir á þessum markaði og hafa þeir meðal annars lagt undir sig marga af bestu ökrunum á landinu og selja veiðileyfi í þá þar sem boðið er upp á alla þjónustu með því. Aðilar í ferðaþjónustunni hafa tekið þessari viðbót fagnandi enda fylgir þessum veiðimönnum sú nauðsyn að kaupa mikið af þjónustunni af þessum aðilum, þ.á.m. bílaleigubíla, gistingu, kaup á búnaði til veiða o.s.fr. Íslenskar skyttur hafa tekið þessu misvel og þá sérstaklega gagnvart því að auka ágang á rjúpnalendur. Það er lauslega talið að á milli 300-400 skyttur hafi komið til landsins í fyrra gagngert til að stunda skotveiðar og það er frekar reiknað með að þeim eigi eftir að fjölga.
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Lax í Elliðaám Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði