Lífið

Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Poehler og Fey létu Cosby heyra það.
Poehler og Fey létu Cosby heyra það. Vísir/Getty
Amy Poehler og Tina Fey hraunuðu yfir Bill Cosby á Golden Globe-hátíðinni sem fram fór í nótt. Cosby hefur ítrekað verið sakaður um nauðgun, en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram og sagt hann hafa nauðgað sér.

Poehler og Fey ákváðu að búa til brandara úr þessu og varð Cosby skotspónn grínsins.

Þegar þær voru að tala um kvikmyndina Into the Woods, sem er byggð á nokkrum ævintýrum Grimms-bræðra, sagði Poehler.

„Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“

Hér má sjá þær gera grín af grínistanum.



Þetta vakti upp mjög sterk viðbrögð í salnum og á Twitter.





Cosby var ekki sá eini sem þær gerði grín af. Þær fóru um víðan völl í þeim efnum og gerðu grín af mörgum sem voru í salnum. Frammistaða þeirra var lofuð mjög. Hér að neðan má sjá hluta af því sem þær sögðu í gær.



Erlendir fjölmiðlar hafa velt fyrir sér hverjir hlóu af brandarnum um Cosby. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að George Clooney, Helen Mirren, Taylor Hackford, Julie Taymor, Harvey Weinstein, Cindy Crawford og Julianne Moore hafi hlegið. Erfitt sé að lesa í viðbrögð nokkurra, eftir að brandarinn var sagður. Þar fór fremstur í flokki Bill Murray sem var eins og hann væri steinrunninn. 

Grín þeirra vakti mikla athygli á Twitter, hér að neðan má sjá brot af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×