Karlar ræða konur á rakarastofunni Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2015 21:04 Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli. Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli.
Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira