Börn og svefn sigga dögg skrifar 2. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Svefn er öllum mikilvægur hluti af hverjum degi. Það á sérstaklega við um börn þar semnýleg rannsókn sýnir að óreglulegur svefntími barns um 3 ára aldurinn getur haft áhrif á vitsmunalega þroska og getu seinna meir. Börn sem voru með óreglulegan svefntíma þegar þau voru 3 ára stóðu sig verr í reikningi, lestri og í verkefnum sem mátu rýmisgreind. Það getur því skipt sköpum að skapa rútínu í kringum svefn barna og reyna hafa hann á svipuðum tíma á hverjum einasta degi. Hér skiptir samræmi í háttatíma máli en ekki endilega gæði svefns eða lengd hans. Þá hafa aðrar rannsóknir leitt í ljós að svefntruflanir geta haft áhrif á hegðunarvandamál síðar á lífsleiðinni auk þróun málþroska. Það getur tekið nokkra daga að koma nýrri rútínu á og það getur kostað grátur og gnístan tanna en það er mikilvægt fyrir foreldra og sérstaklega barnið. Ef þig vantar aðstoð við svefninn þá getur þú leitað til svefnráðgjafans Örnu Skúladóttur sem gaf út bókina Draumalandið. Heilsa Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp
Svefn er öllum mikilvægur hluti af hverjum degi. Það á sérstaklega við um börn þar semnýleg rannsókn sýnir að óreglulegur svefntími barns um 3 ára aldurinn getur haft áhrif á vitsmunalega þroska og getu seinna meir. Börn sem voru með óreglulegan svefntíma þegar þau voru 3 ára stóðu sig verr í reikningi, lestri og í verkefnum sem mátu rýmisgreind. Það getur því skipt sköpum að skapa rútínu í kringum svefn barna og reyna hafa hann á svipuðum tíma á hverjum einasta degi. Hér skiptir samræmi í háttatíma máli en ekki endilega gæði svefns eða lengd hans. Þá hafa aðrar rannsóknir leitt í ljós að svefntruflanir geta haft áhrif á hegðunarvandamál síðar á lífsleiðinni auk þróun málþroska. Það getur tekið nokkra daga að koma nýrri rútínu á og það getur kostað grátur og gnístan tanna en það er mikilvægt fyrir foreldra og sérstaklega barnið. Ef þig vantar aðstoð við svefninn þá getur þú leitað til svefnráðgjafans Örnu Skúladóttur sem gaf út bókina Draumalandið.
Heilsa Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp