Hinir klæðalausu keisarar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 08:00 Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun