Drakk 107 bjóra á einum degi 27. janúar 2015 22:30 Boggs þegar hann var upp á sitt besta í boltanum. vísir/getty Enn er verið að segja goðsagnakenndar sögur af hafnaboltagoðsögninni Wade Boggs. Boggs er í heiðurshöll hafnaboltans en hann lék lengst af með Boston Red Sox en náði að vinna World Series með NY Yankees. Boggs var ekki bara þekktur fyrir góðan leik á vellinum heldur var hann ótrúlegur drykkjuhrútur. Hann virtist hreinlega geta drukkið endalaust. Á dögunum fór í loftið gamanþáttur í Bandaríkjunum sem snérist um söguna af Boggs er hann drakk 64 bjóra í flugi milli stranda Bandaríkjanna. Einn af leikurum þáttarins, It's Always Sunny in Philadelphia, upplýsti síðan að Boggs hefði tjáð sér að hann hefði mest náð að drekka 107 bjóra á einum degi. Það á náttúrulega ekki að vera hægt. Fleiri hafa sagt sögur af Boggs eftir þáttinn og þar á meðal fyrrum félagi hans hjá Tampa Bay Rays. „Við sátum saman í flugvél þegar flugfreyjan kemur til hans fyrir flugið með heilan kassa af bjór. Hann smellti kassanum undir sætið fyrir framan sig og brosti bara," sagði félaginn. „Ég spurði hvað væri eiginlega í gangi. Við værum bara að fara í klukkutíma flug. Hann svaraði því til að hann ætti bjórinn einn. Bjórarnir hurfu svo ofan í hann á mettíma í fluginu og hann sagðist ekki verða fullur fyrr en eftir svona einn og hálfan kassa. Ég held hann hafi ekki einu sinni farið á salernið allt flugið." Hér að neðan má sjá viðtal við leikarann og svo atriði úr þættinum þar sem Boggs leikur sjálfan sig. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira
Enn er verið að segja goðsagnakenndar sögur af hafnaboltagoðsögninni Wade Boggs. Boggs er í heiðurshöll hafnaboltans en hann lék lengst af með Boston Red Sox en náði að vinna World Series með NY Yankees. Boggs var ekki bara þekktur fyrir góðan leik á vellinum heldur var hann ótrúlegur drykkjuhrútur. Hann virtist hreinlega geta drukkið endalaust. Á dögunum fór í loftið gamanþáttur í Bandaríkjunum sem snérist um söguna af Boggs er hann drakk 64 bjóra í flugi milli stranda Bandaríkjanna. Einn af leikurum þáttarins, It's Always Sunny in Philadelphia, upplýsti síðan að Boggs hefði tjáð sér að hann hefði mest náð að drekka 107 bjóra á einum degi. Það á náttúrulega ekki að vera hægt. Fleiri hafa sagt sögur af Boggs eftir þáttinn og þar á meðal fyrrum félagi hans hjá Tampa Bay Rays. „Við sátum saman í flugvél þegar flugfreyjan kemur til hans fyrir flugið með heilan kassa af bjór. Hann smellti kassanum undir sætið fyrir framan sig og brosti bara," sagði félaginn. „Ég spurði hvað væri eiginlega í gangi. Við værum bara að fara í klukkutíma flug. Hann svaraði því til að hann ætti bjórinn einn. Bjórarnir hurfu svo ofan í hann á mettíma í fluginu og hann sagðist ekki verða fullur fyrr en eftir svona einn og hálfan kassa. Ég held hann hafi ekki einu sinni farið á salernið allt flugið." Hér að neðan má sjá viðtal við leikarann og svo atriði úr þættinum þar sem Boggs leikur sjálfan sig.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira