Aukinn árangur íslensks atvinnulífs 26. janúar 2015 10:12 Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi FranklinCovey á Íslandi og Norðurlöndunum. vísir/vilhelm Þjálfarar FranklinCovey eru með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hafa náð einstökum árangri með viðskiptavinum hér heima og erlendis. „Við erum þekktust fyrir vinnu okkar með 7 Habits og 5 Choices lausnirnar en vinna okkar með innleiðingu stefnu, verkefnastjórnun, sölustjórnun og leiðtogaþjálfun er mjög vaxandi þáttur í starfi okkar,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi FranklinCovey á Íslandi og Norðurlöndunum. „Okkur er annt um að auka árangur viðskiptavina okkar með gjöfulu langtímasamstarfi.“Minni framleiðni hér á landi Guðrún segir íslenskt viðskiptalíf standa frammi fyrir stórum áskorunum því rannsóknir sýna að hér á landi nái vinnustaðir minni árangri en sambærilegir vinnustaðir erlendis og starfsmenn vinni undir miklu álagi og fjölbreyttri ábyrgð. „Þegar horft er til framleiðni á Norðurlöndunum kemur í ljós að Íslendingar vinna mun lengri vinnuviku en til dæmis Norðmenn. Við vinnum um 1.900 vinnustundir að meðaltali á ári á meðan Norðmenn vinna bara um 1.400 tíma á ári. Á sama tíma ná Norðmenn hins vegar að skapa meiri verðmæti en við.“Betra skipulag og meiri agi Ástæðuna fyrir minni framleiðni telur Guðrún vera eitthvað sem markvisst sé hægt að breyta. „Þegar horft er á þessar ólíku tölur um framleiðni eru það oftar þættir sem snúa að skipulagi, aga og forgangsverkefnum starfsmanna sem munur er á frekar en á þáttum sem tengjast stærð markaðarins eða legu landsins. Við aðstoðum vinnustaði við að auka framleiðni og ánægju starfmanna með ferli sem heitir 5 Choices. Vinnustofan sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda sem hjálpa fólki að stjórna betur ákvörðunum sínum, tíma, athygli og orku. Þannig nær það að einbeita sér að mikilvægustu verkefnunum, halda einbeitingu og hámarka afköst og árangur í bæði einkalífi og starfi. Bókin kom út um áramótin og fór beint í fjórða sæti Wall Street Journal-metsölulistans.Meiri tími í það sem skiptir máli Árangur er alltaf mældur fyrir og eftir þátttöku á vinnustofum FranklinCovey. „Rannsóknir okkar á íslenskum fyrirtækjum hafa meðal annars leitt í ljós að eftir vinnustofur nær fólk að verja um þrjátíu prósent meiri tíma í þau verkefni sem skipta mestu máli og skila árangri. Þá er unnið með agaðri hætti í stað þess að bregðast stöðugt við öllum áreitum og reyna að hlaupa hraðar. Við kennum fólki hvernig það getur náð betri tökum á sínum veruleika, skipulagt sig betur og unnið með beittari og skemmtilegri hætti og þannig náð sínum markmiðum, og haft nægan tíma og orku í önnur lífsins verkefni.“ Þegar horft er til þess hvernig fyrirtæki geti haldið samkeppnisforskoti segir Guðrún það sem aðgreini fyrirtækin ekki vera hvað þau geri heldur hvernig þau geri hlutina. „Það skiptir mestu máli hvernig menningu starfsfólkið skapar. Þar komum við til sögu, FranklinCovey vinnur að því að umbreyta menningu vinnustaða þannig að hún tryggi stöðugan árangur.“Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi.Hafa afgerandi áhrif á líf og starf einstaklingaFranklinCovey er leiðandi alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í árangri einstaklinga, vinnustaða, og liðsheilda með þjálfun, ráðgjöf og rannsóknum. Hlutverk fyrirtækisins er að auka árangur fólks og fyrirtækja um allan heim. „Sýn okkar er að hafa afgerandi áhrif á hvernig fólk um allan heim lifir, vinnur og nær sínum mikilvægustu markmiðum,“ segir Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi. FranklinCovey er með þjónustu í 149 löndum og er skráð í Kauphöllina í New York. „Námskeiðin okkar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, meðal annars frá Training Industry. Fleiri en tólf milljónir manna hafa sótt 7 Habits-námskeiðin okkar síðastliðin tíu ár. Níutíu prósent af Fortune100-fyrirtækjunum hafa verið viðskiptavinir FranklinCovey og 75 prósent af fyrirtækjum á Fortune500-listanum auk fjölda opinberra skóla og stofnana. Þessar tölur tala sínu máli um gæði þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á. Hér heima vinnum við með framsæknum íslenskum vinnustöðum, meðal annars í sjávarútvegi, fjármálastarfsemi, framleiðslu, opinberri þjónustu, lyfjageiranum, flutningaþjónustu, ferðaþjónustu, skólum og víðar,“ útskýrir Sif. Hún bætir við að sérhæfing þeirra hjá FranklinCovey liggi á sjö línum. „Það er forysta, framkvæmd, framleiðni, traust, sala, verkefnastjórnun og menntun.“ Sif útskýrir hvern þátt fyrir sig nánar: „Varðandi forystuhlutann, þá þróum við árangursríka stjórnendur og leiðtoga sem virkja fólk, ferli og framtíðarsýn til framúrskarandi árangurs. Við gerum vinnustöðum kleift að hrinda í framkvæmd stefnu og snúa orðum í athafnir. Á sviði framleiðni, þá leiðbeinum við fólki við að stjórna ákvörðunum sínum, athygli og orku til að uppskera í lífi og starfi. Við byggjum vinnustaðamenningu á grunni trausts, samstarfs og helgunar sem leiðir af sér aukin afköst og minni kostnað. Við umbreytum sambandi seljenda og kaupenda með kerfisbundinni nálgun og því hugarfari að hjálpa viðskiptavinum að skara fram úr. Verkefnastjórnunin lýtur að því að við virkjum framlag allra með hagnýtri nálgun við stjórnun fólks, ferla og árangursríkra verkefna og að lokum er það svo menntunarþátturinn en við aðstoðum skóla til bættrar frammistöðu með því að leysa úr læðingi einstakt framlag allra nemenda og kennara. Vaxandi þáttur í starfi okkar er að votta innri þjálfara íslenskra vinnustaða, sem sjá um þjálfun starfsmanna og stuðning við árangur með lausnum FranklinCovey.“Elín María Björnsdóttir, Education-leiðtogi FranklinCovey á EMEA-svæðinu, og María Ellingsen, vottaður þjálfari frá FranklinCovey í 7 Habits og 5 Choices.7 venjur til árangursHeildrænt kerfi 7 venja til árangurs hjálpar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að ná meiri árangri í lífi og starfi og byggir á mest seldu stjórnunarbók allra tíma: 7 Habits of Highly Effective People, eftir Stephen Covey. María Ellingsen, leikkona og leikstjóri, er vottaður þjálfari frá FranklinCovey í 7 Habits og 5 Choices. Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur unnið með námsefni FranklinCovey síðan 2007. „7 venjur eru verkfæri til að beisla hugmyndir og gera þær að raunveruleika. Þær hafa breytt miklu fyrir mig sem listamann og hjálpað mér að ná árangri og mér finnst mjög gaman að miðla þeim til annarra,“ segir María. Í vinnusmiðju um 7 venjur lærir fólk aðferðir til að taka frumkvæði, skilgreina gildi sín og hlutverk og móta sér stefnu. Einnig að nota tímann og orkuna markvisst og búa til jafnvægi sem gerir það að verkum að það endurnýjar sig stöðugt en brennur ekki út. „Þegar þessi grunnur er kominn bætast við leiðir til bættrar samvinnu við aðra með því að læra skilningsríka hlustun og endurgjöf. Með þetta veganesti verður fólk hæfara til að ná árangri í starfi og ná fram mikilvægustu markmiðum fyrirtækis síns. Það bætist svo við að námsefnið er sett fram á lifandi og skemmtilegan hátt, með myndböndum og ótal verkefnum sem þátttakendur leysa einir sér eða saman.“ Elín María Björnsdóttir er Education-leiðtogi FranklinCovey á EMEA-svæðinu og leiðbeinir skólastjórnendum við að virkja börn og efla skólastarf með „The Leader in Me“ hugmyndafræði 7 Habits. Í starfi sínu ferðast hún um allan heim við að þjálfa skólastjórnendur og innleiða venjurnar 7 í skólanámskrá. Hún vinnur með nokkrum skólum hér á landi. „Það eru forréttindi að vinna með jafn öflugum hópum að jafn metnaðarfullum og mikilvægum þáttum í okkar samfélagi,“ segir hún.Ragnar Guðgeirsson er einn af vottuðum þjálfurum FranklinCovey í 4Dx-aðferðafræðinni.Farsæl innleiðing stefnu með 4Dx„Við hjá Expectus höfum unnið með ýmis verkfæri til að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við stefnumótun og innleiðingu stefnu,“ segir Ragnar Guðgeirsson ráðgjafi, sem er einn af vottuðum þjálfurum félagsins í 4DX-aðferðafræði FranklinCovey. „Það sem reynst hefur erfiðast er að ná að tryggja þátttöku starfsfólks í innleiðingu stefnunnar. Stefnumótun er fag sem kennt er í skólum en þjálfun í innleiðingu stefnu hefur vantað í skólakerfið.“ 4 Disciplines of Execution byggir á markvissri þjálfun ásamt sex mánaða stuðningsferli þar sem stjórnendur og starfsfólk taka aðferðafræðina og flétta hana inn í starfsemi vinnustaðarins. Í grundvallaratriðum gengur innleiðing stefnu út á þrenns konar breytingar: • Pennastrik (aðgerðir sem kalla á ákvarðanir eða verkefni sem unnin eru einu sinni). • Aðlögun á daglegum rekstri (það sem við höfum verið að gera og mæla og ætlum okkur að halda áfram með á sömu braut eða bæta). • Hegðunarbreytingar (það sem kallar á að við förum út fyrir þægindahringinn og breytum okkar daglegu hegðun). „4Dx er aðferðin sem snýr að síðasta þættinum af þessum þremur. Með öðrum orðum til að ná árangri sem við höfum aldrei áður náð, þurfum við að fara að gera hluti sem við höfum aldrei gert áður. Aðferðin gengur jafnframt út á að taka einn þátt stefnunnar fyrir í einu og ná settu marki, síðan er næsti þáttur tekinn fyrir og innleiðingu haldið áfram. Með þessu eru stjórnendur þjálfaðir í að virkja starfsfólkið með sér til að ná árangri sem hópur.“ Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þjálfarar FranklinCovey eru með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hafa náð einstökum árangri með viðskiptavinum hér heima og erlendis. „Við erum þekktust fyrir vinnu okkar með 7 Habits og 5 Choices lausnirnar en vinna okkar með innleiðingu stefnu, verkefnastjórnun, sölustjórnun og leiðtogaþjálfun er mjög vaxandi þáttur í starfi okkar,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi FranklinCovey á Íslandi og Norðurlöndunum. „Okkur er annt um að auka árangur viðskiptavina okkar með gjöfulu langtímasamstarfi.“Minni framleiðni hér á landi Guðrún segir íslenskt viðskiptalíf standa frammi fyrir stórum áskorunum því rannsóknir sýna að hér á landi nái vinnustaðir minni árangri en sambærilegir vinnustaðir erlendis og starfsmenn vinni undir miklu álagi og fjölbreyttri ábyrgð. „Þegar horft er til framleiðni á Norðurlöndunum kemur í ljós að Íslendingar vinna mun lengri vinnuviku en til dæmis Norðmenn. Við vinnum um 1.900 vinnustundir að meðaltali á ári á meðan Norðmenn vinna bara um 1.400 tíma á ári. Á sama tíma ná Norðmenn hins vegar að skapa meiri verðmæti en við.“Betra skipulag og meiri agi Ástæðuna fyrir minni framleiðni telur Guðrún vera eitthvað sem markvisst sé hægt að breyta. „Þegar horft er á þessar ólíku tölur um framleiðni eru það oftar þættir sem snúa að skipulagi, aga og forgangsverkefnum starfsmanna sem munur er á frekar en á þáttum sem tengjast stærð markaðarins eða legu landsins. Við aðstoðum vinnustaði við að auka framleiðni og ánægju starfmanna með ferli sem heitir 5 Choices. Vinnustofan sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda sem hjálpa fólki að stjórna betur ákvörðunum sínum, tíma, athygli og orku. Þannig nær það að einbeita sér að mikilvægustu verkefnunum, halda einbeitingu og hámarka afköst og árangur í bæði einkalífi og starfi. Bókin kom út um áramótin og fór beint í fjórða sæti Wall Street Journal-metsölulistans.Meiri tími í það sem skiptir máli Árangur er alltaf mældur fyrir og eftir þátttöku á vinnustofum FranklinCovey. „Rannsóknir okkar á íslenskum fyrirtækjum hafa meðal annars leitt í ljós að eftir vinnustofur nær fólk að verja um þrjátíu prósent meiri tíma í þau verkefni sem skipta mestu máli og skila árangri. Þá er unnið með agaðri hætti í stað þess að bregðast stöðugt við öllum áreitum og reyna að hlaupa hraðar. Við kennum fólki hvernig það getur náð betri tökum á sínum veruleika, skipulagt sig betur og unnið með beittari og skemmtilegri hætti og þannig náð sínum markmiðum, og haft nægan tíma og orku í önnur lífsins verkefni.“ Þegar horft er til þess hvernig fyrirtæki geti haldið samkeppnisforskoti segir Guðrún það sem aðgreini fyrirtækin ekki vera hvað þau geri heldur hvernig þau geri hlutina. „Það skiptir mestu máli hvernig menningu starfsfólkið skapar. Þar komum við til sögu, FranklinCovey vinnur að því að umbreyta menningu vinnustaða þannig að hún tryggi stöðugan árangur.“Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi.Hafa afgerandi áhrif á líf og starf einstaklingaFranklinCovey er leiðandi alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í árangri einstaklinga, vinnustaða, og liðsheilda með þjálfun, ráðgjöf og rannsóknum. Hlutverk fyrirtækisins er að auka árangur fólks og fyrirtækja um allan heim. „Sýn okkar er að hafa afgerandi áhrif á hvernig fólk um allan heim lifir, vinnur og nær sínum mikilvægustu markmiðum,“ segir Sif Sigfúsdóttir, viðskiptastjóri FranklinCovey á Íslandi. FranklinCovey er með þjónustu í 149 löndum og er skráð í Kauphöllina í New York. „Námskeiðin okkar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, meðal annars frá Training Industry. Fleiri en tólf milljónir manna hafa sótt 7 Habits-námskeiðin okkar síðastliðin tíu ár. Níutíu prósent af Fortune100-fyrirtækjunum hafa verið viðskiptavinir FranklinCovey og 75 prósent af fyrirtækjum á Fortune500-listanum auk fjölda opinberra skóla og stofnana. Þessar tölur tala sínu máli um gæði þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á. Hér heima vinnum við með framsæknum íslenskum vinnustöðum, meðal annars í sjávarútvegi, fjármálastarfsemi, framleiðslu, opinberri þjónustu, lyfjageiranum, flutningaþjónustu, ferðaþjónustu, skólum og víðar,“ útskýrir Sif. Hún bætir við að sérhæfing þeirra hjá FranklinCovey liggi á sjö línum. „Það er forysta, framkvæmd, framleiðni, traust, sala, verkefnastjórnun og menntun.“ Sif útskýrir hvern þátt fyrir sig nánar: „Varðandi forystuhlutann, þá þróum við árangursríka stjórnendur og leiðtoga sem virkja fólk, ferli og framtíðarsýn til framúrskarandi árangurs. Við gerum vinnustöðum kleift að hrinda í framkvæmd stefnu og snúa orðum í athafnir. Á sviði framleiðni, þá leiðbeinum við fólki við að stjórna ákvörðunum sínum, athygli og orku til að uppskera í lífi og starfi. Við byggjum vinnustaðamenningu á grunni trausts, samstarfs og helgunar sem leiðir af sér aukin afköst og minni kostnað. Við umbreytum sambandi seljenda og kaupenda með kerfisbundinni nálgun og því hugarfari að hjálpa viðskiptavinum að skara fram úr. Verkefnastjórnunin lýtur að því að við virkjum framlag allra með hagnýtri nálgun við stjórnun fólks, ferla og árangursríkra verkefna og að lokum er það svo menntunarþátturinn en við aðstoðum skóla til bættrar frammistöðu með því að leysa úr læðingi einstakt framlag allra nemenda og kennara. Vaxandi þáttur í starfi okkar er að votta innri þjálfara íslenskra vinnustaða, sem sjá um þjálfun starfsmanna og stuðning við árangur með lausnum FranklinCovey.“Elín María Björnsdóttir, Education-leiðtogi FranklinCovey á EMEA-svæðinu, og María Ellingsen, vottaður þjálfari frá FranklinCovey í 7 Habits og 5 Choices.7 venjur til árangursHeildrænt kerfi 7 venja til árangurs hjálpar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að ná meiri árangri í lífi og starfi og byggir á mest seldu stjórnunarbók allra tíma: 7 Habits of Highly Effective People, eftir Stephen Covey. María Ellingsen, leikkona og leikstjóri, er vottaður þjálfari frá FranklinCovey í 7 Habits og 5 Choices. Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur unnið með námsefni FranklinCovey síðan 2007. „7 venjur eru verkfæri til að beisla hugmyndir og gera þær að raunveruleika. Þær hafa breytt miklu fyrir mig sem listamann og hjálpað mér að ná árangri og mér finnst mjög gaman að miðla þeim til annarra,“ segir María. Í vinnusmiðju um 7 venjur lærir fólk aðferðir til að taka frumkvæði, skilgreina gildi sín og hlutverk og móta sér stefnu. Einnig að nota tímann og orkuna markvisst og búa til jafnvægi sem gerir það að verkum að það endurnýjar sig stöðugt en brennur ekki út. „Þegar þessi grunnur er kominn bætast við leiðir til bættrar samvinnu við aðra með því að læra skilningsríka hlustun og endurgjöf. Með þetta veganesti verður fólk hæfara til að ná árangri í starfi og ná fram mikilvægustu markmiðum fyrirtækis síns. Það bætist svo við að námsefnið er sett fram á lifandi og skemmtilegan hátt, með myndböndum og ótal verkefnum sem þátttakendur leysa einir sér eða saman.“ Elín María Björnsdóttir er Education-leiðtogi FranklinCovey á EMEA-svæðinu og leiðbeinir skólastjórnendum við að virkja börn og efla skólastarf með „The Leader in Me“ hugmyndafræði 7 Habits. Í starfi sínu ferðast hún um allan heim við að þjálfa skólastjórnendur og innleiða venjurnar 7 í skólanámskrá. Hún vinnur með nokkrum skólum hér á landi. „Það eru forréttindi að vinna með jafn öflugum hópum að jafn metnaðarfullum og mikilvægum þáttum í okkar samfélagi,“ segir hún.Ragnar Guðgeirsson er einn af vottuðum þjálfurum FranklinCovey í 4Dx-aðferðafræðinni.Farsæl innleiðing stefnu með 4Dx„Við hjá Expectus höfum unnið með ýmis verkfæri til að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við stefnumótun og innleiðingu stefnu,“ segir Ragnar Guðgeirsson ráðgjafi, sem er einn af vottuðum þjálfurum félagsins í 4DX-aðferðafræði FranklinCovey. „Það sem reynst hefur erfiðast er að ná að tryggja þátttöku starfsfólks í innleiðingu stefnunnar. Stefnumótun er fag sem kennt er í skólum en þjálfun í innleiðingu stefnu hefur vantað í skólakerfið.“ 4 Disciplines of Execution byggir á markvissri þjálfun ásamt sex mánaða stuðningsferli þar sem stjórnendur og starfsfólk taka aðferðafræðina og flétta hana inn í starfsemi vinnustaðarins. Í grundvallaratriðum gengur innleiðing stefnu út á þrenns konar breytingar: • Pennastrik (aðgerðir sem kalla á ákvarðanir eða verkefni sem unnin eru einu sinni). • Aðlögun á daglegum rekstri (það sem við höfum verið að gera og mæla og ætlum okkur að halda áfram með á sömu braut eða bæta). • Hegðunarbreytingar (það sem kallar á að við förum út fyrir þægindahringinn og breytum okkar daglegu hegðun). „4Dx er aðferðin sem snýr að síðasta þættinum af þessum þremur. Með öðrum orðum til að ná árangri sem við höfum aldrei áður náð, þurfum við að fara að gera hluti sem við höfum aldrei gert áður. Aðferðin gengur jafnframt út á að taka einn þátt stefnunnar fyrir í einu og ná settu marki, síðan er næsti þáttur tekinn fyrir og innleiðingu haldið áfram. Með þessu eru stjórnendur þjálfaðir í að virkja starfsfólkið með sér til að ná árangri sem hópur.“
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira