Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. janúar 2015 20:00 Gustafsson og Johnson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira
Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira