Murakami hrifinn af Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 23:26 Murakami þykir með merkustu rithöfundum heims. Vísir/AFP Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“