Hann var ráðinn til að leika í erlendri Pepsí auglýsingu sem hefur verið sýnd um heim allan. Þar er hann ásamt knattspyrnuhetjum eins og Lionel Messi og Robin Van Persie. Hann sendi frá sér lagið Feel Good á síðasta ári sem er frumsamið efni og er þetta rétt svo lognið á undan storminum í útgáfu hans á tónlist því árið 2015 ætlar þessi bráðefnilegi piltur sér stóra hluti. Hann er tilnefndur til Hlustendaverðlaunana 2015 sem Nýliði ársins og fyrir Myndband ársins.
Smellið hér til að taka þátt