Williams eftir úrslitaleikinn: Verð að óska Sharapovu til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2015 13:15 Williams var auðmjúk eftir sigurinn. vísir/getty Serena Williams vann í morgun sinn sjötta sigur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitaleik. Williams var auðmjúk að leik loknum og bar lof á andstæðing sinn. „Ég verð að óska Mariu til hamingju, hún spilaði frábæran leik og veitti mér harða keppni,“ sagði Williams eftir sigurinn en hún hefur nú unnið 16 leiki í röð gegn Sharapovu. „Hún spilaði svo vel og þetta var frábær úrslitaleikur, ekki einungis fyrir áhorfendur, heldur einnig fyrir tennis kvenna í heild sinni. Það var mér sannur heiður að keppa við hana í úrslitaleiknum.“ Williams, sem hefur nú unnið 19 risatitla á löngum og farsælum ferli, leit einnig til baka í sigurræðu sinni. „Ég var ekki efnuð þegar ég var að alast upp en ég átti góða fjölskyldu sem studdi við bakið á mér. Að standa hér með 19. risatitilinn er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. „Ég fór út á völl með bolta, spaða og von í brjósti, það var allt sem ég hafði. Og þetta er hvatning fyrir ykkur sem eruð þarna úti og viljið skara fram úr - þið getið það, ekki gefast upp. „Ég er svo stolt af því að hafa unnið minn 19. risatitil,“ sagði hin 33 ára gamla Williams að lokum en hana vantar aðeins þrjá risatitla til að jafna met hinnar þýsku Steffi Graf sem vann 22 risatitla á sínum tíma. Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Serena Williams vann í morgun sinn sjötta sigur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitaleik. Williams var auðmjúk að leik loknum og bar lof á andstæðing sinn. „Ég verð að óska Mariu til hamingju, hún spilaði frábæran leik og veitti mér harða keppni,“ sagði Williams eftir sigurinn en hún hefur nú unnið 16 leiki í röð gegn Sharapovu. „Hún spilaði svo vel og þetta var frábær úrslitaleikur, ekki einungis fyrir áhorfendur, heldur einnig fyrir tennis kvenna í heild sinni. Það var mér sannur heiður að keppa við hana í úrslitaleiknum.“ Williams, sem hefur nú unnið 19 risatitla á löngum og farsælum ferli, leit einnig til baka í sigurræðu sinni. „Ég var ekki efnuð þegar ég var að alast upp en ég átti góða fjölskyldu sem studdi við bakið á mér. Að standa hér með 19. risatitilinn er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. „Ég fór út á völl með bolta, spaða og von í brjósti, það var allt sem ég hafði. Og þetta er hvatning fyrir ykkur sem eruð þarna úti og viljið skara fram úr - þið getið það, ekki gefast upp. „Ég er svo stolt af því að hafa unnið minn 19. risatitil,“ sagði hin 33 ára gamla Williams að lokum en hana vantar aðeins þrjá risatitla til að jafna met hinnar þýsku Steffi Graf sem vann 22 risatitla á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira