Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2015 22:16 Friðrik Dór var í Sæmundarskóla í Grafarholti í morgun þar sem hann spilaði fyrir um fimm hundruð börn. Vísir/Ernir „Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“ Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
„Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37
Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15
Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02