Lífið

Hozier sendi kveðju á gesti Hlustendaverðlaunanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hlustendaverðlaunin 2015 voru haldin síðastliðin föstudag í Gamla Bíó með pompi og prakt. Á hátíðinni heiðruðu útvarpsstöðvar 365, X-977, FM957 og Bylgjan þá tónlistarmenn sem þeim þótti hafa skarað fram úr á árinu. Kosningin fór fram hér á Vísi.

Meðal þeirra sem hlaut verðlaun var Írinn Andrew Hozier-Byrne sem er yfirleitt kallaður Hozier. Lag hans, Take Me To Church, var valið besta erlenda lag ársins. Hozier gat ekki verið viðstaddur athöfnina þar sem hann er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Hann lét því nægja að senda kveðju til aðdáenda hér á landi. 

Hozier var meðal þeirra listamanna sem komu fram á Iceland Airwaves hátíðinni síðasta ár og í lok kveðjunnar segir hann að hann geti ekki beðið eftir því að koma hingað aftur. 

Kveðju Hozier til Hlustendaverðlaunanna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×