Ísland ákveðin fyrirmynd í ættleiðingarmálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 21:00 "Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um "íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir Hörður. vísir/afp Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf. Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Biðtími fjölskyldna eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er umtalsvert styttri nú en áður. Það skýrist meðal annars af góðu samstarfi á milli stjórnvalda og ættleiðingarfélagsins Íslensk ættleiðing og hefur það samstarf vakið mikla athygli ytra. Félagið á því von á að löndum sem það á ættleiðingarsamskipti við fjölgi á næstunni. Þetta segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar.Upprunalöndum fari fjölgandi Fimmtíu og ein fjölskylda bíður þess nú að fá að ættleiða barn frá erlendu ríki. Þar af eru tuttugu og níu á biðlista erlendis en tuttugu og tveir á ýmsum stigum í svokölluðu forsamþykkisferli hér heima. Á síðasta ári ættleiddu Íslendingar ellefu börn erlendis frá en átta árið áður. Flest þeirra koma frá Kína en einnig eru fjölmörg frá Tékklandi og sum hver frá Kólumbíu og Tógó.„Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður Svavarsson.Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir biðtímann vissulega misjafnan þar sem það fari allt eftir samstarfi við hvert land fyrir sig. Hann á þó von á að upprunalöndum muni fara fjölgandi á næstunni. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur í fjölda ættleiðinga milli ára og ræðst það oftast af aðstæðum í upprunalöndum barnanna. En flest börnin eru frá Kína og þar hefur ekki verið löng bið. Biðtíminn er nokkuð stuttur um þessar mundir og stundum talinn í örfáum mánuðum,“ segir Hörður.Ísland ákveðin fyrirmynd Þá segir hann að samstarfið við Tékkland gangi afar vel. Félagið fékk löggildingu til að annast milligöngu ættleiðinga frá Tékklandi árið 2004 en fór heldur hægt af stað til að byrja með. Fyrsta barnið sem ættleitt var frá Tékklandi til Íslands var árið 2007 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem næsta barn eftir það var ættleitt til landsins. „Þeir treysta okkur mjög vel og samstarfið mun væntanlega vaxa. Þau hafa líklega séð hvernig við vinnum og hversu vel við undirbúum fjölskyldur og fylgjum vel eftir þegar heim er komið. Ísland er orðin ákveðin fyrirmynd í þessum málaflokki og þar er talað um „íslenska módelið“ sem þykir spennandi,“ segir hann. Nýtt fyrirkomulag á ættleiðingum komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins árið 2013. Alþingi samþykkti þrefalda hækkun á endurgjaldi ríkisins til ættleiðingarfélagsins í nóvember 2013, en fyrir þann tíma hafði félagið verið í miklum fjárhagserfiðleikum og þurftu fjölskyldur að bíða í hátt í þrjú ár eftir ættleiðingu. Halli var á rekstri félagsins árum saman og var því ekki unnt að sinna öllum þeim skyldum sem stjórnvöld höfðu tekið á sig með því að undirgangast alþjóðlega samninga, til að mynda að bjóða læknisþjónustu og sinna þjónustu eftir ættleiðingar. Hörður fagnar því þessum nýju breytingum og segir allt vera að færast í rétt horf.
Alþingi Tengdar fréttir Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00 Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48 Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. 31. mars 2014 07:00
Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. 13. maí 2014 07:48
Fann móður sína á fimmtán mínútum í gegnum Facebook "Ég hugsaði fyrst þegar ég sá myndina af henni. Ég kannast eitthvað við hana, ég hlýt að þekkja foreldra hennar." 17. maí 2014 10:56