Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2025 13:04 Ingveldur Líf (til hægri) og Luna við upptökur á laginu þeirra, sem þær munu flytja á stóra sviðinu í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðsend Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend
Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira