Lífið

Kylfan segist hafa verið rekin úr Reykjavíkurdætrum fyrir ummæli sín

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kylfan er ósátt með brottreksturinn.
Kylfan er ósátt með brottreksturinn.
Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, sendi frá sér myndband í nótt þar sem hún sagði frá því að hún hafi verið rekin úr Reykjavíkurdætrum.

Sjá einnig:„Disslagið“ er komið: Kylfan lætur Emmsjé Gauta heyra það

Brottreksturinn kemur í kjölfarið á ummælum hennar um rapparann Emmsjé Gauta. Eftir að Gauti gagnrýndi Reykjavíkurdætur í tísti.

Kolfinna skaut föstum skotum á Gauta:

„Það sem ég hef um um elsku Gauta er að ég held að hann sé drifinn af ótta og minnimáttarkennd. Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“

Sjá einnig:„Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið"

Í myndbandinu í nótt segir Kylfan frá því að hún hafi verið rekin fyrir þessi ummæli og gagnrýnir aðrar Reykjavíkurdætur harðlega. Hún kallar aðra meðlimi sveitarinnar athyglissjúka og blótar þeim í sand og ösku.

Sjá einnig:Reykjavíkurdætur lesa ummælin: „Auðviað ertu femínisti, ómannlega drasl"

Hún skilur ekki að hún hafi verið rekin fyrir ummælin um Gauta. „Pabbi minn er ekki með stakt strá á höfðinu. Ég elska ekki pabba minn. Nei, só? Og þær segja að þær elski fokkings konur sem eru sköllóttar? Og menn," segir hún í myndbandinu,segist ekki taka þessa afskiptasemi annarra Reykjavíkurdætra í mál og bætir við:

„Kylfan fer sóló."

Kylfan endar svo myndbandið á því að rappa stuttlega um Reykjavíkurdætur.

Hér að neðan má sjá myndbandið, en ástæða er að vara við orðbragðinu í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.