Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 13:39 Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum. Vísir/AFP Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Fundur þeirra Tsipras og Juncker hófst á léttu nótunum og hlátrasköllum þegar Juncker tók í hönd Tsipras og leiddi hann inn í fundarherbergið að lokinni myndatöku, líkt og faðir að leiða son sinn fyrsta skóladaginn. Að fundi loknum sagðist Tsipras vera bjartsýnn á að samkomulag myndi nást um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins. „Við virðum reglur Evrópusambandsins. Ég er mjög bjartssýnn. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að ná samkomulagi en við erum á góðri leið að ná góðum samningum.“ Yanis Varoufakis, nýr fjármálaráðhérra Grikklands, fundaði á sama tíma með seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi. Fyrir fund sinn greindi Varoufakis frá því í samtali við ítalska blaðið La Repubblica að viðræður væru hafnar milli Grikkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að skilmálar um endurgreiðslur á miklum skuldum gríska ríkisins yrði breytt. Auk Tsipras og Varoufakis er nýr varnarmálaráðherra landsins, Panos Kammenos, á ferðinni um Evrópu og fundar í dag með öðrum varnarmálaráðherrum NATO-ríkja í Brussel. Kammenos er leiðtogi hægriöfgaflokksins Sjálfstæðir Grikkir (Anel), sem mynduðu nýja ríkisstjórn ásamt vinstriflokknum Syriza sem vann stórsigur. Sjálfstæðir Grikkir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna ummæla fulltrúa þeirra sem talin eru lýsa gyðinga- og múslímahatri. Stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, EPP, vinnur nú að samþykkt ályktunar þar sem flokkurinn er fordæmdur. „Þetta er brjálæðislegt og við verðum að ræða þetta,“ segir leiðtogi þingflokksins, Manfred Weber.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00 Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. 3. febrúar 2015 08:00
Tsipras neitar að leita til Rússlands Gríski forsætisráðherrann ítrekaði jafnframt að stjórnvöld sjái það ekki sem leið úr kreppunni að yfirgefa evrusvæðið. 2. febrúar 2015 11:24
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52