Lífið

Auddi ósáttur við dómnefndina: „Er ekki í lagi með Þorgerði?“

ingvar haraldsson skrifar
Auðunn Blöndal var ekki sáttur við að dómnefndin í Ísland got talent hafi stöðvað flutning hins 24 ára Svavars Elliða Svavarssonar á frumsömdu afmælislagi.

Auddi eins og hann er jafnan kallaður benti á að það væru til fjölmörg jólalög en bara eitt afmælislag. „Þetta gæti verið milljón dollara hugmynd hjá honum,“ sagði Auddi.

Dómarnarnir ýttu allir á x hnappinn og því þurfti Svavar að stöðva flutninginn á afmælislaginu. Þorgerður Katrín var fyrst að ýta á x hnappinn. Þá spurði Auddi: „Er ekki lagi með Þorgerði? Ég er að fýla þetta í tætlur,“ og bætti svo við að hann vildi fá Svavar til að syngja í sínu afmæli.

Hugsanlega heyrðu karlkyns meðlimir dómnefndarinnar í Audda því þeim snérist hugur við atkvæðagreiðsluna og sögðu báðir já. Það dugði hinsvegar ekki til því Svavar Elliði fékk nei frá Selmu og Þorgerði Katrínu og var sendur heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.