Flottasta mamman Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum! Bílar video Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent
Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum!
Bílar video Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent