Talið víst að Jóhann hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 11:01 Ef að líkum lætur hreppir Jóhann Jóhannsson Óskarinn að kvöldi sunnudags. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi. Golden Globes Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi.
Golden Globes Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“