Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2015 20:03 Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15