Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 18:45 Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira