Íslendingar vinna ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 16:34 DAS-bandið hefur verið starfrækt í fimmtán ár og vekur alltaf mikla lukku þegar það leikur fyrir dansi á Hrafnistu. Vísir/Pjetur Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“ Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“
Eurovision Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira