Tryggvi Þór: „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2015 21:51 Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, og Sigmar Guðmundsson ritstjóri tókust á um viðtal við Evu Joly á Facebook í kvöld. Vísir/Anton Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson. Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson.
Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira