„Talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2015 15:40 „Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01
Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30