Er hægt að deyja af svefnleysi? SIGGA DÖGG skrifar 19. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Svefnleysi eða of lítill svefn getur haft skaðleg áhrif fyrir heilsuna. Nokkrar svefnvana nætur geta leitt til einbeitningarleysis, þunglyndis, kvíða og ef svefnleysi gengur of lengi þá er aukin hætta á sykursýki, háum blóðþrýstingi og offitu. Þá getur einnig verið skaðlegt að sofa of lengi og getur það valdið sömu vandkvæmum og of lítill svefn.Svefn er ekki til að hvíla líkamann því slíkt er hægt að gera með því að koma sér þægilega fyrir í sófa en vera vakandi. Svefn gegnir því frekar því hlutverki að næra og hvíla heilann. Það er því fín lína um hversu mikill svefn er nægjanlegur. Samkvæmt nýjum tilmælum frá sérfræðingum í Bandaríkjunum þá þarf fullorðin manneskja á aldrinum 18 ára til 64 ára sjö til níu klukkustunda svefn á hverri nóttu, þó sumum dugi sex klukkustundir. Fyrir fólk eldra en 65 ára þá er mælt með sjö til átta klukkustundum en sumir komast upp með minna ef þeir leggja sig á daginn. Unglingar eiga að sofa milli átta til tíu klukkustundir, sumum nægja sjö klukkustundir en meira en ellefu klukkustundir á dag geta verið skaðleg heilsunni. Yfirleitt þá þarf líkaminn að bæta sér upp svefnleysi en svefnskortur getur haft mikil áhrif á árvekni og andlega getu, svipað eins og að vera ölvaður. Líkaminn reynir því oft að næla sér í stutta lúra, þó viðkomandi taki ekki alltaf eftir því. Svefnskuld þarf að borga og er hún oftast innheimt. Langvarandi svefnleysi er næstum ómögulegt nema fyrir þá sem glíma við banvænt arfgengt svefnleysi en í þeim tilfellum getur svefnleysi dregið til dauða því engin lækning er til við sjúkdómnum. Ef þú telur þig glíma við svefnvandamál þá getur verið gott að leita til sérfræðings. Heilsa Tengdar fréttir Börn og svefn Svefn barna er eitt algengasta umræðuefni foreldra enda mikilvægur hluti hvers dags. 2. febrúar 2015 11:00 11 stórmerkilegar staðreyndir um svefn Suma dreymir í svarthvítu og svefnleysi getur virkað á sama hátt og áfengisneysla. 15. janúar 2015 11:47 Svefn, bætir og kætir Svefn er lífsnauðsynlegur og þegar hann fer úr skorðum þá getur allt lífið, og heilsan, farið úr skorðum 10. febrúar 2015 09:00 Eiga, eða mega, börn sofa uppí? Vísindasamfélaginu, og uppalendum, hefur greint á um hvort ung börn megi sofa upp í hjá foreldrum sínum en hvert er raunverulega svarið? 11. febrúar 2015 11:00 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Svefnleysi eða of lítill svefn getur haft skaðleg áhrif fyrir heilsuna. Nokkrar svefnvana nætur geta leitt til einbeitningarleysis, þunglyndis, kvíða og ef svefnleysi gengur of lengi þá er aukin hætta á sykursýki, háum blóðþrýstingi og offitu. Þá getur einnig verið skaðlegt að sofa of lengi og getur það valdið sömu vandkvæmum og of lítill svefn.Svefn er ekki til að hvíla líkamann því slíkt er hægt að gera með því að koma sér þægilega fyrir í sófa en vera vakandi. Svefn gegnir því frekar því hlutverki að næra og hvíla heilann. Það er því fín lína um hversu mikill svefn er nægjanlegur. Samkvæmt nýjum tilmælum frá sérfræðingum í Bandaríkjunum þá þarf fullorðin manneskja á aldrinum 18 ára til 64 ára sjö til níu klukkustunda svefn á hverri nóttu, þó sumum dugi sex klukkustundir. Fyrir fólk eldra en 65 ára þá er mælt með sjö til átta klukkustundum en sumir komast upp með minna ef þeir leggja sig á daginn. Unglingar eiga að sofa milli átta til tíu klukkustundir, sumum nægja sjö klukkustundir en meira en ellefu klukkustundir á dag geta verið skaðleg heilsunni. Yfirleitt þá þarf líkaminn að bæta sér upp svefnleysi en svefnskortur getur haft mikil áhrif á árvekni og andlega getu, svipað eins og að vera ölvaður. Líkaminn reynir því oft að næla sér í stutta lúra, þó viðkomandi taki ekki alltaf eftir því. Svefnskuld þarf að borga og er hún oftast innheimt. Langvarandi svefnleysi er næstum ómögulegt nema fyrir þá sem glíma við banvænt arfgengt svefnleysi en í þeim tilfellum getur svefnleysi dregið til dauða því engin lækning er til við sjúkdómnum. Ef þú telur þig glíma við svefnvandamál þá getur verið gott að leita til sérfræðings.
Heilsa Tengdar fréttir Börn og svefn Svefn barna er eitt algengasta umræðuefni foreldra enda mikilvægur hluti hvers dags. 2. febrúar 2015 11:00 11 stórmerkilegar staðreyndir um svefn Suma dreymir í svarthvítu og svefnleysi getur virkað á sama hátt og áfengisneysla. 15. janúar 2015 11:47 Svefn, bætir og kætir Svefn er lífsnauðsynlegur og þegar hann fer úr skorðum þá getur allt lífið, og heilsan, farið úr skorðum 10. febrúar 2015 09:00 Eiga, eða mega, börn sofa uppí? Vísindasamfélaginu, og uppalendum, hefur greint á um hvort ung börn megi sofa upp í hjá foreldrum sínum en hvert er raunverulega svarið? 11. febrúar 2015 11:00 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Börn og svefn Svefn barna er eitt algengasta umræðuefni foreldra enda mikilvægur hluti hvers dags. 2. febrúar 2015 11:00
11 stórmerkilegar staðreyndir um svefn Suma dreymir í svarthvítu og svefnleysi getur virkað á sama hátt og áfengisneysla. 15. janúar 2015 11:47
Svefn, bætir og kætir Svefn er lífsnauðsynlegur og þegar hann fer úr skorðum þá getur allt lífið, og heilsan, farið úr skorðum 10. febrúar 2015 09:00
Eiga, eða mega, börn sofa uppí? Vísindasamfélaginu, og uppalendum, hefur greint á um hvort ung börn megi sofa upp í hjá foreldrum sínum en hvert er raunverulega svarið? 11. febrúar 2015 11:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning