Lada Sport með V8 Ferrari vél Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 17:20 Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari. Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Á tíunda áratug síðustu aldar keppti þessi Lada Sport í utanvegakeppnum, meðal annars á Ítalíu, eins og sést í þessum myndskeiði. Óbreyttur Lada Sport er ef til vill ekki heppilegast bíllinn til þátttöku í svona kappakstur. Því var þessum Lada Sport breytt hressilega og meðal annars sett í bílinn V8 vél frá Ferrari. Þessi vél hafði einnig sést í Lancia Thema og afkastaði þar 215 hestöflum. Í Lada bílnum var vélin hins vegar gerð aflmeiri og skilaði 300 hestöflum. Ef til vill var það við hæfi að Ferrari vél væri í bílnum þó langsótt sé. Málið er þannig vaxið að Lada Sport var í upphafi byggður á Lada fólksbíl sem byggður hafði verið á Fiat 124. Ferrari var þá í eigu Fiat, svo þetta lá náttúrlega beint við, eða þannig! Með þessa vél og öðrum breytingum á bílnum var þessi Lada Sport bíll hinsvegar orðinn nokkuð hæfur til keppni á þeim erfiðu leiðum sem keppt var á og sést það vel í myndskeiðinu. Fjöðrun bílsins var háþróuð og byggði á öflugum nitrogen dempurum og gormarnir voru tveir á hverju hjóli. Eins og fyrr er sjón sögu ríkari.
Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent