Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 15:53 Thomas Lundin segir að atriðið hafi minnt á sigurlag Dana frá 2013. Hann segist þó ekki viss um að það sé af hinu góða. Vísir/Þórdís Inga/Jonas Norén Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi. Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi.
Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30