Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ ingvar haraldsson skrifar 15. febrúar 2015 21:22 Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. vísir/vilhelm „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi. Bolludagur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi.
Bolludagur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira