Skrillex stóð vel undir væntingum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2015 22:00 Skrillex stóð vel undir væntingum á Sónar í gær. Vísir/AndriMarinó Skrillex SonarClub, Harpa Sónar Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardagskvöld var fyrir mörgum þegar tónlistarmaðurinn Skrillex kom fram. Tónlistarmaðurinn, sem heitir réttu nafni Sonny John Moore, byrjaði að koma fram undir nafninu Skrillex árið 2009 og gaf út EP plötuna My Name Is Skrillex sama ár. Hann hefur unnið til sex Grammy-verðlauna á ferlinum og var árið 2011 nefndur Electronic Dance Music Artist of the Year af MTV. Það voru margir sem höfðu beðið með eftirvæntingu eftir komu Skrillex og var andrúmsloftið spennuþrungið í SonarClub-salnum rétt fyrir klukkan tólf í gær. Skrillex mætti á svæðið og byrjaði af krafti. Hann var duglegur við það að keyra upp stemninguna með því að vippa sé upp á DJ-borðið, taka nokkur dansspor og hvetja áhorfendur áfram með hrópum og köllum. Fjórar reykvélar voru fyrir framan sviðið sem blésu kröftugum reyksúlum upp í loft salarinns og ljósa-showið setti punktinn yfir i-ið. Skrillex spilaði í góða klukkustund og bar hitinn og svitinn inni í salnum vel heppnuðum tónleikum hans gott vitni og nándar nærri ómögulegt að dansa ekki með. Sjálfur hefur hann sjálfsagt verið orðin þreyttur, þó ekki hafi mátt marka það af framistöðu hans, þar sem hann hljóp sem óður maður um sviðið, stökk upp og niður af DJ-borðinu og virtist vera í alveg jafn miklu stuði og tónleikagestir. Þegar síga fór á seinni helming tónleikanna byrjaði Skrillex eitt af lögunum með upphafsstefinu úr laginu Ah Zahbenya og á skjá fyrir aftan hann og fyrir framan DJ-borðið mátti sjá stillur úr teiknimyndinni Lion King, uppátækið vakti lukku meðal tónleikagesta sem sungu hástöfum með. Sérstaka gleði vakti meðal tónleikagesta þegar íslenska fánanum var varpað á skjáinn brot úr lagi með Björk hófst. Fyrir lokalag tónleikanna bað Skrillex tónleikagesti um að lýsa upp salinn með hjálp snjallsíma og annara ljósgjafa, vel var tekið í bón tónlistarmannsins og lýstist salurinn upp af skærum ljósum. Hann hélt orkunni og stemningunni í salnum frá upphafi til enda og má það ekki síst þakka orkumikilli sviðsframkomu hans og gleði sem smitaði út frá sér. Niðurstaða: Skrillex stóð vel undir væntingum. Frábærir tónleikar þar sem ómögulegt var að dansa ekki. Gagnrýni Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Skrillex SonarClub, Harpa Sónar Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardagskvöld var fyrir mörgum þegar tónlistarmaðurinn Skrillex kom fram. Tónlistarmaðurinn, sem heitir réttu nafni Sonny John Moore, byrjaði að koma fram undir nafninu Skrillex árið 2009 og gaf út EP plötuna My Name Is Skrillex sama ár. Hann hefur unnið til sex Grammy-verðlauna á ferlinum og var árið 2011 nefndur Electronic Dance Music Artist of the Year af MTV. Það voru margir sem höfðu beðið með eftirvæntingu eftir komu Skrillex og var andrúmsloftið spennuþrungið í SonarClub-salnum rétt fyrir klukkan tólf í gær. Skrillex mætti á svæðið og byrjaði af krafti. Hann var duglegur við það að keyra upp stemninguna með því að vippa sé upp á DJ-borðið, taka nokkur dansspor og hvetja áhorfendur áfram með hrópum og köllum. Fjórar reykvélar voru fyrir framan sviðið sem blésu kröftugum reyksúlum upp í loft salarinns og ljósa-showið setti punktinn yfir i-ið. Skrillex spilaði í góða klukkustund og bar hitinn og svitinn inni í salnum vel heppnuðum tónleikum hans gott vitni og nándar nærri ómögulegt að dansa ekki með. Sjálfur hefur hann sjálfsagt verið orðin þreyttur, þó ekki hafi mátt marka það af framistöðu hans, þar sem hann hljóp sem óður maður um sviðið, stökk upp og niður af DJ-borðinu og virtist vera í alveg jafn miklu stuði og tónleikagestir. Þegar síga fór á seinni helming tónleikanna byrjaði Skrillex eitt af lögunum með upphafsstefinu úr laginu Ah Zahbenya og á skjá fyrir aftan hann og fyrir framan DJ-borðið mátti sjá stillur úr teiknimyndinni Lion King, uppátækið vakti lukku meðal tónleikagesta sem sungu hástöfum með. Sérstaka gleði vakti meðal tónleikagesta þegar íslenska fánanum var varpað á skjáinn brot úr lagi með Björk hófst. Fyrir lokalag tónleikanna bað Skrillex tónleikagesti um að lýsa upp salinn með hjálp snjallsíma og annara ljósgjafa, vel var tekið í bón tónlistarmannsins og lýstist salurinn upp af skærum ljósum. Hann hélt orkunni og stemningunni í salnum frá upphafi til enda og má það ekki síst þakka orkumikilli sviðsframkomu hans og gleði sem smitaði út frá sér. Niðurstaða: Skrillex stóð vel undir væntingum. Frábærir tónleikar þar sem ómögulegt var að dansa ekki.
Gagnrýni Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira