María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2015 20:00 María Ólafsdóttir, söngkona. VISIR/ERNIR Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. María Ólafsdóttir sigraði á endanum með laginu Unbroken en hún er 22 ára gömul söngkona úr Mosfellsbæ. Lag og texta gerðu félagarnir í StopWaitGo þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.En hvernig var tilfinning að vakna í morgun sem fulltrúi Íslands í Eurovision? „Það var mjög skrýtið, ég er bara ekki ennþá búin að meðtaka þetta,“ segir María.Kom þetta á óvart? „Þetta kom virkilega á óvart. Það voru svo margir góðir keppendur þannig að ég hafði enga hugmynd um hvernig þetta myndi fara.“ Eitt af því sem vakti athygli á samfélagsmiðlum í gær var sú staðreynd að María heldur mikið upp á hljómsveitina Írafár. „Ég hélt alltaf rosalega mikið upp á Írafár og Birgittu Haukdal. Hún var goðsögnin mín þannig að þetta var bara svona það fyrsta sem mér datt í hug,“ segir María og hlær. Ekki hefur verið ákveðið hvort gerðar verði breytingar á laginu en þær yrðu þó ekki miklar. Hún segist lítið stressuð fyrir þeirri tilhugsun að syngja fyrir tæplega 200 milljónir áhorfenda. „Maður verður bara að einbeita sér að því að syngja fyrir myndavélina og ímynda sér að maður sé bara ein inni í herbergi að syngja,“ segir María. Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. María Ólafsdóttir sigraði á endanum með laginu Unbroken en hún er 22 ára gömul söngkona úr Mosfellsbæ. Lag og texta gerðu félagarnir í StopWaitGo þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.En hvernig var tilfinning að vakna í morgun sem fulltrúi Íslands í Eurovision? „Það var mjög skrýtið, ég er bara ekki ennþá búin að meðtaka þetta,“ segir María.Kom þetta á óvart? „Þetta kom virkilega á óvart. Það voru svo margir góðir keppendur þannig að ég hafði enga hugmynd um hvernig þetta myndi fara.“ Eitt af því sem vakti athygli á samfélagsmiðlum í gær var sú staðreynd að María heldur mikið upp á hljómsveitina Írafár. „Ég hélt alltaf rosalega mikið upp á Írafár og Birgittu Haukdal. Hún var goðsögnin mín þannig að þetta var bara svona það fyrsta sem mér datt í hug,“ segir María og hlær. Ekki hefur verið ákveðið hvort gerðar verði breytingar á laginu en þær yrðu þó ekki miklar. Hún segist lítið stressuð fyrir þeirri tilhugsun að syngja fyrir tæplega 200 milljónir áhorfenda. „Maður verður bara að einbeita sér að því að syngja fyrir myndavélina og ímynda sér að maður sé bara ein inni í herbergi að syngja,“ segir María.
Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira