Lífið

Keiluþjálfari og frystihússtelpa sló í gegn: „Þú ert sannarlega kona að mínu skapi“

Ingvar haraldsson skrifar
Bubbi var svo heillaður af flutningi Jónínu að hann fór upp á svið og faðmaði hana.
Bubbi var svo heillaður af flutningi Jónínu að hann fór upp á svið og faðmaði hana. vísir/andri marínó
Jónína Björg Magnúsdóttir, 49 ára starfsmaður frystihúss HB Granda á Akranesi, keiluþjálfari og þriggja barna móðir sló heldur betur í gegn í Ísland got talent þætti kvöldsins.

Jónína heillaði dómnefndina upp úr skónum með laginu „One and only“ með Adele og fékk einróma já frá dómurunum.

Bubbi var svo heillaður af flutningi Jónínu að hann fór upp á svið og faðmaði hana. „Það sem hreif mig er að þú varst að syngja upp á líf og dauða og þegar svona frystihússtelpa getur þetta þá bara fer maður upp á svið og faðmar,“ sagði Bubbi.

Jón Jónsson sagðist ekki vita neitt um keilu en frammistaða Jónínu hafi verið fella.

Selma Björnsdóttir var í skýjunum með Jónínu. „Þú ert sannarlega kona að mínu skapi. Ég fíla þig í tælur. Mér finnst þú algjör fyrirmynd og ég er ótrúlega ánægð með að þú skyldir koma hingað og kýla á það,“ sagði Selma.


Tengdar fréttir

Salurinn skaut Byssunni áfram

"Þetta er mesta múgæsing sem ég hef upplifað,“ sagði Jón Jónsson í Ísland um viðbrögð áhorfenda í Ísland got talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×