Hvað inniheldur súkkulaðið þitt? sigga dögg skrifar 16. febrúar 2015 09:00 Súkkulaði er ekki alltaf gert bara úr kakóbaunum Vísir/Getty Þegar rætt er um súkkulaði þá þarf oft að hafa í huga hvað er um að ræða því súkkulaði getur verið duft, fita, deig, massi eða smjör. Yfir 30% af innihaldi súkkulaðis er fita og um helmingur súkkulaðis er sykur. Í 100 grömmum (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal). Það getur verið ágætt að hafa það bakvið eyrað ef verið er að telja hitaeiningar en jafnframt læðast í súkkulaðibita.Ströng viðmið gild fyrir samsetningu súkkulaðis og merkingu þess hér á Íslandi en ef rýnt er í innihaldslýsingar erlends súkkulaðis þá kemur ýmislegt í ljós. Súkkulaði getur innihaldið allskyns næringarefni en einnig aukaefni. Sum þessara aukaefna hafa verið tengd við möguleg heilsufarsvandamál líkt og ýmis litarefni sem geta haft áhrif á hegðun, sérstaklega í börnum. Því getur verið mikilvægt að vanda valið á súkkulaði og velja frekar lífrænt súkkulaði eða súkkulaði sem er handgert frá konditor bakaríi þegar gera á vel við sig. Heilsa Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið
Þegar rætt er um súkkulaði þá þarf oft að hafa í huga hvað er um að ræða því súkkulaði getur verið duft, fita, deig, massi eða smjör. Yfir 30% af innihaldi súkkulaðis er fita og um helmingur súkkulaðis er sykur. Í 100 grömmum (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal). Það getur verið ágætt að hafa það bakvið eyrað ef verið er að telja hitaeiningar en jafnframt læðast í súkkulaðibita.Ströng viðmið gild fyrir samsetningu súkkulaðis og merkingu þess hér á Íslandi en ef rýnt er í innihaldslýsingar erlends súkkulaðis þá kemur ýmislegt í ljós. Súkkulaði getur innihaldið allskyns næringarefni en einnig aukaefni. Sum þessara aukaefna hafa verið tengd við möguleg heilsufarsvandamál líkt og ýmis litarefni sem geta haft áhrif á hegðun, sérstaklega í börnum. Því getur verið mikilvægt að vanda valið á súkkulaði og velja frekar lífrænt súkkulaði eða súkkulaði sem er handgert frá konditor bakaríi þegar gera á vel við sig.
Heilsa Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið