Lífið

Kyngimagnaður flutningur á lagi úr Broadchurch þáttunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Arnór Dan á sviðinu í Gamla Bíó.
Arnór Dan á sviðinu í Gamla Bíó. vísir/andri marinó
Hlustendaverðlaunin 2015 voru afhent á glæsilegri tónlistarveislu í Gamla Bíói um helgina. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó.

Fjöldi listamanna steig á svið og skemmti gestum hátíðarinnar. Þeirra á meðal voru Ólafur Arnalds og Arnór Dan sem fluttu lagið So Far ásamt strengjakvartett. Lagið er úr þáttunum Broadchurch en Ólafur semur tónlist fyrir þættina og hlaut meðal annars BAFTA verðlaun í fyrra fyrir hana.

Frammistöðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.