Skrillex: „Lofa geðbiluðum tónleikum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2015 11:00 Skrillex lofar brjáluðu setti á Sónar. vísir/getty „Sorrí maður, getur þú nokkuð hringt aftur eftir fimm mínútur? Ég þarf að hleypa vini mínum inn á hótelið,“ svarar Sonny John Moore þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Sonny er betur þekktur undir nafninu Skrillex en í augnablikinu er hann staddur í París. Skrillex kemur hingað til lands á föstudag og mun leika á Sónar tónlistarhátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en áður hafði verið sagt frá því hvernig hann átti stutt stopp hér á landi fyrir tæpum áratug til að hlusta á Diktu. Hann gerir ráð fyrir að dvölin hér verði mun lengri en síðast.Sjá einnig:Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu „Ég kom síðast til Íslands þegar ég var átján ára en það var mjög stutt stopp. Ég náði bara rétt að kíkja á Diktu og fara í Bláa Lónið,“ segir Skrillex. Nú ætli hann að reyna að vera hér eins lengi og hann kemst upp með áður en hann neyðist til að fara. „Þegar tónleikarnir eru búnir ætla ég að reyna að heilsa upp á íslensku vini mína. Við Björk vorum til dæmis samferða á túr um Suður-Ameríku einu sinni og auðvitað strákana í Dikta. Það væri líka gaman að kíkja á Sigga aftur,“ en með Sigga á hann við Sigtrygg Baldursson, fyrrum trommara Sykurmolanna og framkvæmdastjóra ÚTÓN.Elliphant stígur á svið á undan Skrillex.vísir/gettyÞó Skrillex komi ekki til landsins fyrr en á laugardag eru græjurnar hans byrjaðar að streyma til landsins. Sérstakan útbúnað þarf fyrir ljósasýningu hans og að auki fylgja með fjórir aðstoðarmenn sem sjá til þess að allt fari fram á réttan hátt. „Ég lofa geðbiluðu „showi“ og rosalega miklum krafti. Öðru get ég ekki lofað,“ segir Skrillex og bætir við að lagalistinn hans taki sífelldum breytingum svo hann geti ekki gefið upp hvaða lög hann muni leika. Meirihlutinn mun þó vera nýtt og nýlegt efni. Skrillex stígur síðastur á SonarClub sviðið. Áætlað er að tónleikar hans hefjist korter í eitt aðfaranótt sunnudags. Á undan honum kemur fram hin sænska Ellinor Olovsdotter sem þekktari er undir listamannsnafninu Elliphant. Í fyrra gáfu þau saman út lagið Only Getting Younger og ekki loku fyrir það skotið að þau muni gera eitthvað óvænt á kvöldinu sjálfu. „Hún er frábær listamaður og góð vinkona mín. Ég aðstoðaði hana með lagið í fyrra og hafði áður komið að fyrstu plötu hennar. Kannski gerum við eitthvað skemmtilegt, kannski ekki. Það skýrist bara á kvöldinu sjálfu.“Diplo og Skrillex mynda Jack Üvísir/gettySkrillex hefur verið iðinn við kolann síðan hann hóf að gefa út tónlist undir listamannsnafni sínu. Fyrstu EP-plöturnar litu dagsins ljós árið 2008 og eru alls orðnar fjórtán talsins. Smáskífurnar eru einni fleiri en eina breiðskífa hans kom út í fyrra. Áður en Skrillex hóf að gera raftónlist var hann söngvari í sveitinni From First To Last. Eftir að hann hætti í því bandi hefur hann unnið með mörgum af þekktustu nöfnum rafheimsins. Má þar nefna Kill The Noise, Porter Robinson, deadmau5 og Diplo. Hliðarverkefni hans og Diplo kallast Jack Ü og er nýtt efni frá þeim væntanlegt innan skamms. „Það er stutt í sjö til átta laga EP-plötu frá okkur sem er öðruvísi en allt sem ég hef gert hingað til. Þegar við komum saman reynum við að skapa eitthvað frumlegt, kraftmikið og öðruvísi. Það koma svo margir frábærir að verkinu og ég virkilega vildi að ég gæti sagt þér meira frá þessu en ég get það ekki,“ segir Skrillex. Það eina sem hann gat upplýst var að mjög, mjög stutt væri í að platan kæmi út. Hann segir að lokum að óvíst sé hvort hann nái að sjá einhverja tónleika á hátíðinni. „Ég lendi svo seint að eini sénsinn er á laugardeginum. Ég á eftir að skoða hvað er í boði og sjá svo til,“ segir Skrillex að lokum. Sónar Tónlist Tengdar fréttir TV On The Radio kemur ekki á Sónar Neyddust til að aflýsa Evróputúr sínum 6. febrúar 2015 09:55 Jamie xx treður upp á Sónar Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth nýjustu erlendu viðbæturnar við hátíðina sem verður í febrúar. 9. desember 2014 12:00 27 flytjendur bætast við Sónar Alls munu 64 atriði taka þátt í tónlistarhátíðinni sem verður haldin 12. til 14. febrúar í Hörpu. 13. janúar 2015 08:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Sorrí maður, getur þú nokkuð hringt aftur eftir fimm mínútur? Ég þarf að hleypa vini mínum inn á hótelið,“ svarar Sonny John Moore þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Sonny er betur þekktur undir nafninu Skrillex en í augnablikinu er hann staddur í París. Skrillex kemur hingað til lands á föstudag og mun leika á Sónar tónlistarhátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en áður hafði verið sagt frá því hvernig hann átti stutt stopp hér á landi fyrir tæpum áratug til að hlusta á Diktu. Hann gerir ráð fyrir að dvölin hér verði mun lengri en síðast.Sjá einnig:Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu „Ég kom síðast til Íslands þegar ég var átján ára en það var mjög stutt stopp. Ég náði bara rétt að kíkja á Diktu og fara í Bláa Lónið,“ segir Skrillex. Nú ætli hann að reyna að vera hér eins lengi og hann kemst upp með áður en hann neyðist til að fara. „Þegar tónleikarnir eru búnir ætla ég að reyna að heilsa upp á íslensku vini mína. Við Björk vorum til dæmis samferða á túr um Suður-Ameríku einu sinni og auðvitað strákana í Dikta. Það væri líka gaman að kíkja á Sigga aftur,“ en með Sigga á hann við Sigtrygg Baldursson, fyrrum trommara Sykurmolanna og framkvæmdastjóra ÚTÓN.Elliphant stígur á svið á undan Skrillex.vísir/gettyÞó Skrillex komi ekki til landsins fyrr en á laugardag eru græjurnar hans byrjaðar að streyma til landsins. Sérstakan útbúnað þarf fyrir ljósasýningu hans og að auki fylgja með fjórir aðstoðarmenn sem sjá til þess að allt fari fram á réttan hátt. „Ég lofa geðbiluðu „showi“ og rosalega miklum krafti. Öðru get ég ekki lofað,“ segir Skrillex og bætir við að lagalistinn hans taki sífelldum breytingum svo hann geti ekki gefið upp hvaða lög hann muni leika. Meirihlutinn mun þó vera nýtt og nýlegt efni. Skrillex stígur síðastur á SonarClub sviðið. Áætlað er að tónleikar hans hefjist korter í eitt aðfaranótt sunnudags. Á undan honum kemur fram hin sænska Ellinor Olovsdotter sem þekktari er undir listamannsnafninu Elliphant. Í fyrra gáfu þau saman út lagið Only Getting Younger og ekki loku fyrir það skotið að þau muni gera eitthvað óvænt á kvöldinu sjálfu. „Hún er frábær listamaður og góð vinkona mín. Ég aðstoðaði hana með lagið í fyrra og hafði áður komið að fyrstu plötu hennar. Kannski gerum við eitthvað skemmtilegt, kannski ekki. Það skýrist bara á kvöldinu sjálfu.“Diplo og Skrillex mynda Jack Üvísir/gettySkrillex hefur verið iðinn við kolann síðan hann hóf að gefa út tónlist undir listamannsnafni sínu. Fyrstu EP-plöturnar litu dagsins ljós árið 2008 og eru alls orðnar fjórtán talsins. Smáskífurnar eru einni fleiri en eina breiðskífa hans kom út í fyrra. Áður en Skrillex hóf að gera raftónlist var hann söngvari í sveitinni From First To Last. Eftir að hann hætti í því bandi hefur hann unnið með mörgum af þekktustu nöfnum rafheimsins. Má þar nefna Kill The Noise, Porter Robinson, deadmau5 og Diplo. Hliðarverkefni hans og Diplo kallast Jack Ü og er nýtt efni frá þeim væntanlegt innan skamms. „Það er stutt í sjö til átta laga EP-plötu frá okkur sem er öðruvísi en allt sem ég hef gert hingað til. Þegar við komum saman reynum við að skapa eitthvað frumlegt, kraftmikið og öðruvísi. Það koma svo margir frábærir að verkinu og ég virkilega vildi að ég gæti sagt þér meira frá þessu en ég get það ekki,“ segir Skrillex. Það eina sem hann gat upplýst var að mjög, mjög stutt væri í að platan kæmi út. Hann segir að lokum að óvíst sé hvort hann nái að sjá einhverja tónleika á hátíðinni. „Ég lendi svo seint að eini sénsinn er á laugardeginum. Ég á eftir að skoða hvað er í boði og sjá svo til,“ segir Skrillex að lokum.
Sónar Tónlist Tengdar fréttir TV On The Radio kemur ekki á Sónar Neyddust til að aflýsa Evróputúr sínum 6. febrúar 2015 09:55 Jamie xx treður upp á Sónar Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth nýjustu erlendu viðbæturnar við hátíðina sem verður í febrúar. 9. desember 2014 12:00 27 flytjendur bætast við Sónar Alls munu 64 atriði taka þátt í tónlistarhátíðinni sem verður haldin 12. til 14. febrúar í Hörpu. 13. janúar 2015 08:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jamie xx treður upp á Sónar Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth nýjustu erlendu viðbæturnar við hátíðina sem verður í febrúar. 9. desember 2014 12:00
27 flytjendur bætast við Sónar Alls munu 64 atriði taka þátt í tónlistarhátíðinni sem verður haldin 12. til 14. febrúar í Hörpu. 13. janúar 2015 08:30