Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 22-17 | Stjarnan lyfti sér upp fyrir Fram Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 24. febrúar 2015 15:06 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/vilhelm Stjarnan vann öruggan sigur á Fram, 22-17, í TM-höllinni í Garðbæ í frestuðum leik frá því í 17. umferð. Með sigrinum lyfti Stjarnan sér upp fyrir Fram í 2. sæti Olís-deildar kvenna. Garðbæingar eru nú komnir með 30 stig, tveimur stigum minna en topplið Gróttu. Stjarnan var mun sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og sigurinn var í raun aldrei í hættu gegn daufu liði Fram. Ljóst er að skarðið sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir skyldi eftir sig er vandfyllt en sóknarleikur Fram var átakanlega slakur í kvöld; lítil stjórn, fáar lausnir og það sem mikilvægast er, of fá mörk. Stjörnukonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og hefðu átt að fara með stærra forskot inn en fjögur mörk, 12-8, inn í hálfleikinn. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að munurinn var ekki meiri. Ragnheiður var markahæst í liði Fram í kvöld með sex mörk en hún hefur oftast spilað betur eins og flestir leikmenn liðsins. Sóknarleikur Fram í fyrri hálfleik var vandræðalegur gegn hreyfanlegri og sterkri Stjörnuvörn. Heimakonur spiluðu framarlega og þvinguðu gestina í erfiðar sendingar og skot en töpuðu boltarnir hjá Fram voru á þriðja tuginn. En heimakonur náðu ekki að slíta gestina frá sér, aðallega vegna þess að uppstilltur sóknarleikur Garðbæinga ekki góður. Til að mynda var skotnýting Stjörnunnar í fyrri hálfleik sú sama og hjá Fram, eða 44%. Heimakonur voru hins vegar duglegar að keyra fram völlinn sem skilaði fimm mörkum eftir hraðaupphlaup. Nadia Bordon reyndist Stjörnunni einnig erfiður ljár í þúfu en sú argentínska varði 10 skot í fyrri hálfleik, fjórum fleiri en Florentina Stanciu í marki Garðbæinga. Fram skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en svo tóku heimakonur við. Þær stoppuðu í götin í vörninni og sóknarleikurinn gekk mun betur. Garðbæingar skoruðu fimm mörk í röð og náðu átta marka forystu, 17-9. Í þeirri stöðu fékk Stjarnan tvær brottvísanir og Fram nýtti sér liðsmuninn vel, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði forskotið í fimm mörk, 17-12. En eftir þetta bakslag náði Stjarnan vopnum sínum á ný, skellti í lás í vörninni og spilaði nógu góðan sóknarleik til að landa öruggum sigri. Lokatölur, 22-17. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk, en Hanna G. Stefánsdóttir kom næst með fjögur. Alls komust níu leikmenn Garðbæinga á blað í leiknum.Ragnar: Sköpuðum ekkert fyrir þær Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigurinn á Fram í kvöld. Hann hrósaði sérstaklega varnarleik Garðbæinga sem var mjög öflugur í kvöld. "Við spiluðum mjög góða vörn allan tímann og það var ofsalega góð vinnsla í liðinu. Og það fleytir manni alltaf langt. "Svo fengum við alltaf eitt og eitt hraðaupphlaupsmark inn á milli. Við höfðum góð tök á leiknum og ég er rosalega ánægður með liðið," sagði Ragnar sem var sammála blaðamanni um að Stjarnan hefði átt að vera með meiri en fjögurra marka forskot í hálfleik (12-8). "Já, þær skoruðu tvisvar sinnum tvö mörk í röð. Við vorum búnar að halda aftur af þeim svo lengi en svo kemur mark og annað strax í kjölfarið. "En Fram-liðið er rosalega skipulagt, þær hlaupa alltaf línurnar sínar og um leið og þú gleymir þér þá eru þær búnar að skora. Það var vel gert að halda þeim í 17 mörkum, sérstaklega í ljósi þess að þær skoruðu 37 mörk á okkur í fyrri leiknum." Sóknarleikur Stjörnunnar var kaflaskiptur en Ragnar segir að sóknin geti oft reynst besta vörnin gegn Fram. "Það sem við höfum verið að vinna með, og það sem mér fannst gott í þessum leik, var að Helena (Rut Örvarsdóttir) skoraði mjög falleg mörk utan af velli og Esther var líka með tvö mörk utan af velli. "Við höfum verið að reyna að fá þessa leikmenn til að skjóta meira á móti svona passívri 6-0 vörn. Skotin eru stöngin inn eða stöngin út en við erum allavega ekki að gera tæknifeila á meðan og fá á okkur hraðaupphlaup í bakið. "Ég var ánægður með sóknarleikinn, hefði vissulega viljað skora meira en við vorum ekki að skapa neitt fyrir þær," sagði Ragnar að lokum.Ásta Birna: Á að koma maður í manns stað Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, sagði Safamýrarstúlkur ekki hafa verið með í tapinu gegn Stjörnunni í kvöld. "Við mættum bara ekki til leiks, ég held að það sé staðreynd. Punktur. "Við spiluðum ekki vörn, hreyfðum okkur ekki sóknarlega og það var enginn kraftur í okkur," sagði Ásta en þeir fáu góðu kaflar sem Fram átti í kvöld voru mjög stuttir. "Það var ekkert að gerast hjá okkur," sagði Ásta ennfremur en hversu mikið hefur fjarvera Sigurbjargar Jóhannsdóttur að segja fyrir leik Fram? "Það hefur haft mikið að segja en ekki svona mikið. Það skilar sér ekki í þetta lélegri frammistöðu. "Það er mjög erfitt að missa svona sterkan leikmann og allt það, en það á að koma maður í manns stað. Það voru aðrar ástæður fyrir tapinu í kvöld," sagði hornamaðurinn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Fram, 22-17, í TM-höllinni í Garðbæ í frestuðum leik frá því í 17. umferð. Með sigrinum lyfti Stjarnan sér upp fyrir Fram í 2. sæti Olís-deildar kvenna. Garðbæingar eru nú komnir með 30 stig, tveimur stigum minna en topplið Gróttu. Stjarnan var mun sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og sigurinn var í raun aldrei í hættu gegn daufu liði Fram. Ljóst er að skarðið sem Sigurbjörg Jóhannsdóttir skyldi eftir sig er vandfyllt en sóknarleikur Fram var átakanlega slakur í kvöld; lítil stjórn, fáar lausnir og það sem mikilvægast er, of fá mörk. Stjörnukonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og hefðu átt að fara með stærra forskot inn en fjögur mörk, 12-8, inn í hálfleikinn. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og sá til þess að munurinn var ekki meiri. Ragnheiður var markahæst í liði Fram í kvöld með sex mörk en hún hefur oftast spilað betur eins og flestir leikmenn liðsins. Sóknarleikur Fram í fyrri hálfleik var vandræðalegur gegn hreyfanlegri og sterkri Stjörnuvörn. Heimakonur spiluðu framarlega og þvinguðu gestina í erfiðar sendingar og skot en töpuðu boltarnir hjá Fram voru á þriðja tuginn. En heimakonur náðu ekki að slíta gestina frá sér, aðallega vegna þess að uppstilltur sóknarleikur Garðbæinga ekki góður. Til að mynda var skotnýting Stjörnunnar í fyrri hálfleik sú sama og hjá Fram, eða 44%. Heimakonur voru hins vegar duglegar að keyra fram völlinn sem skilaði fimm mörkum eftir hraðaupphlaup. Nadia Bordon reyndist Stjörnunni einnig erfiður ljár í þúfu en sú argentínska varði 10 skot í fyrri hálfleik, fjórum fleiri en Florentina Stanciu í marki Garðbæinga. Fram skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en svo tóku heimakonur við. Þær stoppuðu í götin í vörninni og sóknarleikurinn gekk mun betur. Garðbæingar skoruðu fimm mörk í röð og náðu átta marka forystu, 17-9. Í þeirri stöðu fékk Stjarnan tvær brottvísanir og Fram nýtti sér liðsmuninn vel, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði forskotið í fimm mörk, 17-12. En eftir þetta bakslag náði Stjarnan vopnum sínum á ný, skellti í lás í vörninni og spilaði nógu góðan sóknarleik til að landa öruggum sigri. Lokatölur, 22-17. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk, en Hanna G. Stefánsdóttir kom næst með fjögur. Alls komust níu leikmenn Garðbæinga á blað í leiknum.Ragnar: Sköpuðum ekkert fyrir þær Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með sigurinn á Fram í kvöld. Hann hrósaði sérstaklega varnarleik Garðbæinga sem var mjög öflugur í kvöld. "Við spiluðum mjög góða vörn allan tímann og það var ofsalega góð vinnsla í liðinu. Og það fleytir manni alltaf langt. "Svo fengum við alltaf eitt og eitt hraðaupphlaupsmark inn á milli. Við höfðum góð tök á leiknum og ég er rosalega ánægður með liðið," sagði Ragnar sem var sammála blaðamanni um að Stjarnan hefði átt að vera með meiri en fjögurra marka forskot í hálfleik (12-8). "Já, þær skoruðu tvisvar sinnum tvö mörk í röð. Við vorum búnar að halda aftur af þeim svo lengi en svo kemur mark og annað strax í kjölfarið. "En Fram-liðið er rosalega skipulagt, þær hlaupa alltaf línurnar sínar og um leið og þú gleymir þér þá eru þær búnar að skora. Það var vel gert að halda þeim í 17 mörkum, sérstaklega í ljósi þess að þær skoruðu 37 mörk á okkur í fyrri leiknum." Sóknarleikur Stjörnunnar var kaflaskiptur en Ragnar segir að sóknin geti oft reynst besta vörnin gegn Fram. "Það sem við höfum verið að vinna með, og það sem mér fannst gott í þessum leik, var að Helena (Rut Örvarsdóttir) skoraði mjög falleg mörk utan af velli og Esther var líka með tvö mörk utan af velli. "Við höfum verið að reyna að fá þessa leikmenn til að skjóta meira á móti svona passívri 6-0 vörn. Skotin eru stöngin inn eða stöngin út en við erum allavega ekki að gera tæknifeila á meðan og fá á okkur hraðaupphlaup í bakið. "Ég var ánægður með sóknarleikinn, hefði vissulega viljað skora meira en við vorum ekki að skapa neitt fyrir þær," sagði Ragnar að lokum.Ásta Birna: Á að koma maður í manns stað Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, sagði Safamýrarstúlkur ekki hafa verið með í tapinu gegn Stjörnunni í kvöld. "Við mættum bara ekki til leiks, ég held að það sé staðreynd. Punktur. "Við spiluðum ekki vörn, hreyfðum okkur ekki sóknarlega og það var enginn kraftur í okkur," sagði Ásta en þeir fáu góðu kaflar sem Fram átti í kvöld voru mjög stuttir. "Það var ekkert að gerast hjá okkur," sagði Ásta ennfremur en hversu mikið hefur fjarvera Sigurbjargar Jóhannsdóttur að segja fyrir leik Fram? "Það hefur haft mikið að segja en ekki svona mikið. Það skilar sér ekki í þetta lélegri frammistöðu. "Það er mjög erfitt að missa svona sterkan leikmann og allt það, en það á að koma maður í manns stað. Það voru aðrar ástæður fyrir tapinu í kvöld," sagði hornamaðurinn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira