Varðhaldi hafnað yfir hælisleitanda sem sagðist „elska“ ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 18:09 Grunur leikur á að maðurinn hafi gefið upp rangar persónuupplýsingar. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald. Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira