Öruggt hjá Golden State gegn meisturunum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2015 10:57 Stephen Curry fór illa með meistara San Antonio Spurs í nótt. vísir/afp Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00