Verðlaunin voru afhent í 21. skipti í Silfurbergi í Hörpu fyrr í kvöld. Fram komu voru Júníus Meyvatn, Skuggamyndir frá Býsans, Stórsveit Reykjavíkur, Prins Póló, Elfa Rún Kristinsdóttir, Dima og AmabAdamA.
Sex flytjendur hlutu tvenn verðlaun. Mono Town hlaut verðlaun fyrir plötu og lag ársins í rokki og Prins Póló stóð uppi sem sigurvegari í flokkunum popplag ársins og popp/rokk lagahöfundur ársins.
Stórsveit Reykjavíkur átti plötu ársins í djass- og blústónlist og hlaut verðlaun sem tónhöfundur ársins í sömu kategoríu ásamt Stefáni S. Stefánssyni fyrir verk á plötunni Íslendingur í Alhambrahöll.
Jóhann Jóhannsson var valinn upptökustjóri ársins vegna The Theory of Everything og fékk verðlaun fyrir plötu ársins í opnum flokki.