Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 20-26 | Valsmenn halda toppsætinu Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 8. mars 2015 00:01 Guðmundur Hólmar skoraði átta mörk á gamla heimavellinum. vísir/ernir Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er." Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er."
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira