Fótbolti

Stuðningsmenn Everton fá Evrópudeildarmiða á 200 krónur

Markvörður Dynamo reynir hér að stöðva stuðningsmenn félagsins sem eru að ganga í skrokk á öryggisverði i síðasta leik félagsins í Evrópudeildinni.
Markvörður Dynamo reynir hér að stöðva stuðningsmenn félagsins sem eru að ganga í skrokk á öryggisverði i síðasta leik félagsins í Evrópudeildinni. vísir/afp
Stuðningsmenn Everton sem eru til í að hætta sér til Úkraínu á Evrópudeildarleik með félaginu fá miða á völlinn á spottprís.

Búið er að útluta Everton 1.500 miðum á leik liðsins gegn Dynamo Kiev og félagið mun selja miðann á eitt pund eða 206 íslenskar krónur.

Það er ekki víst að það dugi til að stuðningsmennirnir hætti sér til landsins.

Þar er ástandið óstöðugt og svo reyndu stuðningsmenn Dynamo að ganga í skrokk á stuðningsmönnum Guingamp í síðasta Evrópudeildarleik félagsins.

Félaginu var refsað fyrir þá uppákomu og því verður hluta vallarins lokað er Everton kemur í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×