Ein besta íþróttakona heims | Hver er Ronda Rousey? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2015 13:00 Ronda gerir sig klára fyrir bardagann um helgina. vísir/getty Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. Rousey kláraði Cat Zingano á aðeins 14 sekúndum um helgina sem er met í UFC. Enginn hefur náð uppgjafarsigri í titilbardaga á skemmri tíma. Í bardaganum þar á undan var Rousey aðeins 16 sekúndur að klára andstæðing sinn. Met sem margir héldu að myndi standa lengi. Rousey var ekki ein þeirra.Sjá einnig: Rousey kláraði andstæðing sinn á 14 sekúndum Rousey var aðeins 13 ára þegar móðir hennar, AnnMaria De Mars, uppgötvaði að dóttir hennar væri afar sérstök. Hún áttaði sig þá á því að hún væri með undrabarn í höndunum. Rousey á ekki langt að sækja hæfileikana enda var móðir hennar heimsklassaíþróttamaður sjálf. Hún var júdókona og árið 1984 varð hún fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem varð heimsmeistari í júdó.Ronda fagnar sigrinum um helgina.vísir/gettyDe Mars hringdi í Júdósamband Bandaríkjanna og spurði hvað hún ætti að gera með undrabarnið sitt. Sagðist þurfa aðstoð til þess að hægt væri að ná því mesta út úr stelpunni. Það var nánast hlegið að henni og því varð móðirin að sjá um íþróttalega uppeldið sjálf. Það gekk vel. Rousey hélt áfram í júdó og fór tvisvar á Ólympíuleikana. Hún var aðeins 17 ára er hún tryggði sér þátttökuréttinn á ÓL árið 2004. Fjórum árum síðar í Peking fékk hún síðan bronsverðlaun. „Ronda neitaði alltaf að tapa. Hún kunni það ekki. Hún trylltist er hún tapaði fyrir japönskum meistara á æfingu. Það var karlmaður á fertugsaldri. Ronda var 13 ára en taldi sig samt eiga að vinna hann. Hún grét á leiðinni heim eftir æfingu. Henni var fyrirmunað að skilja að hún gæti tapað yfir höfuð," sagði móðirin. Eftir að hún hætti í júdó og fór að einbeita sér að blönduðum bardagalustum hefur hún verið algerlega óstöðvandi í UFC og er með fáheyrða yfirburði í íþróttinni. Hún er svo mögnuð að byrjað er að tala um hana sem kvenkyns Mike Tyson. Tyson var óstöðvandi afl á sínum tíma í hnefaleikum og Rousey er það í UFC.Hún er ekki að fara að gefa þetta belti eftir.vísir/gettySjá einnig: Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI Hún er búin að vinna alla 11 bardaga sína í UFC og var aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Staples Center um helgina. Hún dregur að áhorfendur enda var uppselt. Rousey er stórstjarna. UFC fékk rúmar 350 milljónir króna í aðgangseyri þetta kvöld. Það eru bara þeir stærstu sem ná slíkum árangri og vekja þetta mikla athygli. Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu líka til þess að sjá Rondu. „Það er engin kona í sögu bardagaíþrótta sem kemst nærri þessum árangri Rondu. Ég sagðist aldrei ætla að vera með konur í UFC og er að fá það í andlitið. Það hefði enginn getað spáð því hversu ótrúlegum árangri þessi stelpa hefur náð," sagði Dana White, forseti UFC, en hann hefur einnig sagt að Rousey sé besti íþróttamaður heims. Stjarna Rousey skín skært þessa dagana en fyrir utan að moka inn peningum í UFC er hún einnig farin að ná árangri í kvikmyndaheiminum þar sem hreinlega er slegist um að fá hana í kvikmyndir. Sylvester Stallone fékk hana til að leika í Expendables 3 og von er á fleiri myndum með henni á næstunni. Rousey er nýorðin 28 ára gömul og því ljóst að hún verður á toppnum næstu árin. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey um helgina er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni. Rousey kláraði Cat Zingano á aðeins 14 sekúndum um helgina sem er met í UFC. Enginn hefur náð uppgjafarsigri í titilbardaga á skemmri tíma. Í bardaganum þar á undan var Rousey aðeins 16 sekúndur að klára andstæðing sinn. Met sem margir héldu að myndi standa lengi. Rousey var ekki ein þeirra.Sjá einnig: Rousey kláraði andstæðing sinn á 14 sekúndum Rousey var aðeins 13 ára þegar móðir hennar, AnnMaria De Mars, uppgötvaði að dóttir hennar væri afar sérstök. Hún áttaði sig þá á því að hún væri með undrabarn í höndunum. Rousey á ekki langt að sækja hæfileikana enda var móðir hennar heimsklassaíþróttamaður sjálf. Hún var júdókona og árið 1984 varð hún fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem varð heimsmeistari í júdó.Ronda fagnar sigrinum um helgina.vísir/gettyDe Mars hringdi í Júdósamband Bandaríkjanna og spurði hvað hún ætti að gera með undrabarnið sitt. Sagðist þurfa aðstoð til þess að hægt væri að ná því mesta út úr stelpunni. Það var nánast hlegið að henni og því varð móðirin að sjá um íþróttalega uppeldið sjálf. Það gekk vel. Rousey hélt áfram í júdó og fór tvisvar á Ólympíuleikana. Hún var aðeins 17 ára er hún tryggði sér þátttökuréttinn á ÓL árið 2004. Fjórum árum síðar í Peking fékk hún síðan bronsverðlaun. „Ronda neitaði alltaf að tapa. Hún kunni það ekki. Hún trylltist er hún tapaði fyrir japönskum meistara á æfingu. Það var karlmaður á fertugsaldri. Ronda var 13 ára en taldi sig samt eiga að vinna hann. Hún grét á leiðinni heim eftir æfingu. Henni var fyrirmunað að skilja að hún gæti tapað yfir höfuð," sagði móðirin. Eftir að hún hætti í júdó og fór að einbeita sér að blönduðum bardagalustum hefur hún verið algerlega óstöðvandi í UFC og er með fáheyrða yfirburði í íþróttinni. Hún er svo mögnuð að byrjað er að tala um hana sem kvenkyns Mike Tyson. Tyson var óstöðvandi afl á sínum tíma í hnefaleikum og Rousey er það í UFC.Hún er ekki að fara að gefa þetta belti eftir.vísir/gettySjá einnig: Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI Hún er búin að vinna alla 11 bardaga sína í UFC og var aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Staples Center um helgina. Hún dregur að áhorfendur enda var uppselt. Rousey er stórstjarna. UFC fékk rúmar 350 milljónir króna í aðgangseyri þetta kvöld. Það eru bara þeir stærstu sem ná slíkum árangri og vekja þetta mikla athygli. Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu líka til þess að sjá Rondu. „Það er engin kona í sögu bardagaíþrótta sem kemst nærri þessum árangri Rondu. Ég sagðist aldrei ætla að vera með konur í UFC og er að fá það í andlitið. Það hefði enginn getað spáð því hversu ótrúlegum árangri þessi stelpa hefur náð," sagði Dana White, forseti UFC, en hann hefur einnig sagt að Rousey sé besti íþróttamaður heims. Stjarna Rousey skín skært þessa dagana en fyrir utan að moka inn peningum í UFC er hún einnig farin að ná árangri í kvikmyndaheiminum þar sem hreinlega er slegist um að fá hana í kvikmyndir. Sylvester Stallone fékk hana til að leika í Expendables 3 og von er á fleiri myndum með henni á næstunni. Rousey er nýorðin 28 ára gömul og því ljóst að hún verður á toppnum næstu árin.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira