Dásamlegt og einfalt heimabakað brauð að hætti Evu Laufeyjar úr þætti gærkvöldsins Matargleði á Stöð 2.
Heimabakað brauð
470 g hveiti
¼ tsk. þurrger
1 tsk. salt
370 ml vatn
Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hana standa við stofuhita í að minnsta kosti 12 klukkustundir. Hellið deiginu á hveitistráð borð og stráið smá hveiti yfir deigið. Hnoðið deigið aðeins og brjótið það saman þannig að það myndi nokkurs konar kúlu. Hellið 1 msk. af olíu í lokaðan ofnpott og hitið í ofni við 230°. Takið ofnpottinn út, setjið brauðið ofan í hann, lokið pottinum og setjið hann aftur í ofninn í 30 mínútur. Takið lokið af og bakið áfram í 5–10 mínútur.
Basilíkupestó
1 búnt basilíka, stilkar og lauf
2 hvítlauksrif
50–60 g furuhnetur
50 g parmesanostur
1 dl ólífuolía
1 tsk. sítrónusafi
Salt og nýmalaður pipar
Setjið basilíkuna, hvítlaukinn, furuhneturnar og ostinn í matvinnsluvél og setjið í gang í um það bil 15 sekúndur. Bætið olíunni við í smáum skömmtum, setjið svo sítrónusafann út í og bragðbætið með salti og pipar.
Heimabakað brauð og basilpestó að hætti Evu Laufeyjar

Tengdar fréttir

Jógúrtís með mangó og mintu
Ljúffengur og frískandi jógúrtís.

Kjúklingasalat Evu Laufeyjar
Fyrsti þáttur af nýrri sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur fór í loftið í gær á Stöð 2. Í þáttunum fer Eva Laufey um víðan völl og eldar girnilegan mat fyrir öll tækifæri. Í þættinum bjó hún til girnilega hristinga, granóla og bráðholl.

Morgunhristingar Evu Laufeyjar
Hér koma uppskriftir að tveimur morgunhristingum úr eldhúsinu hennar Evu á Stöð 2.