Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 12:50 Mikill viðbúnaður var í miðborg Túnis. Vísir/AFP Nítján létust, þar af sautján erlendir ferðamenn og tveir túnískir ríkisborgarar, í árás tveggja manna á safn í miðborg Túnisborgar. Á þriðja tug særðust í árásinni.Í frétt BBC kemur fram árásarmennirnir hafi tekið fjölda fólks í gíslingu, en árásin var gerð á Bardo-safninu sem er við hlið þinghússins í miðborg Túnisborgar. Umsátursástand myndaðist við safnið. Túníski fjölmiðillinn Shems FM hefur greint frá því að tveir árásarmannanna séu látnir og aðgerðum lögreglu sé lokið. Einn lögreglumaður lést í áhlaupi lögreglu, um tveimur tímum eftir að tilkynning barst um árásina. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að ferðamennirnir hafi meðal annars verið ítalskir, spænskir, pólskir og þýskir. Árásarmennirnir hafi verið í herklæðum þegar þeir réðust til inngöngu. Túnískur þingmaður segir að öll þingstörf hafi verið stöðvuð í kjölfar árásarinnar. Talsmaður túnískra stjórnvalda talar um árásina sem hryðjuverkaárás. Áhyggjur af öryggi landsins hafa farið vaxandi í kjölfar versnandi ástands í nágrannaríkinu Líbíu. Fjöldi túnískra ríkisborgara hefur einnig haldið af landi brott til að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak og er óttast að margir þeirra snúi síðar aftur heim til að fremja hryðjuverk.Post by Ghassen Chougrani. MORE: Tunisian official says 8 killed in shooting attack on museum adjacent to national parliament building: http://t.co/EsJ82kfg07— The Associated Press (@AP) March 18, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nítján létust, þar af sautján erlendir ferðamenn og tveir túnískir ríkisborgarar, í árás tveggja manna á safn í miðborg Túnisborgar. Á þriðja tug særðust í árásinni.Í frétt BBC kemur fram árásarmennirnir hafi tekið fjölda fólks í gíslingu, en árásin var gerð á Bardo-safninu sem er við hlið þinghússins í miðborg Túnisborgar. Umsátursástand myndaðist við safnið. Túníski fjölmiðillinn Shems FM hefur greint frá því að tveir árásarmannanna séu látnir og aðgerðum lögreglu sé lokið. Einn lögreglumaður lést í áhlaupi lögreglu, um tveimur tímum eftir að tilkynning barst um árásina. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að ferðamennirnir hafi meðal annars verið ítalskir, spænskir, pólskir og þýskir. Árásarmennirnir hafi verið í herklæðum þegar þeir réðust til inngöngu. Túnískur þingmaður segir að öll þingstörf hafi verið stöðvuð í kjölfar árásarinnar. Talsmaður túnískra stjórnvalda talar um árásina sem hryðjuverkaárás. Áhyggjur af öryggi landsins hafa farið vaxandi í kjölfar versnandi ástands í nágrannaríkinu Líbíu. Fjöldi túnískra ríkisborgara hefur einnig haldið af landi brott til að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak og er óttast að margir þeirra snúi síðar aftur heim til að fremja hryðjuverk.Post by Ghassen Chougrani. MORE: Tunisian official says 8 killed in shooting attack on museum adjacent to national parliament building: http://t.co/EsJ82kfg07— The Associated Press (@AP) March 18, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira