Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 10:30 Emil Hallfreðsson og Hallfreður Emilsson. vísir/andri marinó/instagram Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira