Lífið

Fyrsta undanúrslitakvöldið heppnaðist vel - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dómnefndin var í stuði í kvöld.
Dómnefndin var í stuði í kvöld. Vísir/andri marínó
Fyrsta undanúrslitakvöldið í Ísland Got Talent fór fram á Stöð 2 í kvöld. Sek atriði kepptu um sæti á úrslitakvöldinu þann 12. apríl næstkomandi og aðeins tvö komust áfram.

Alda Dís Arnardóttir, söngkonan 22 ára frá Hellissandi, var sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum en hún fékk flest atkvæði.

Sjá einnig: Fyrst í úrslit Ísland Got Talent: „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona“

Þá valdi dómnefndin Marcin Wisniewski einnig áfram en hann er 24 ára dansari sem hefur búið á Íslandi eitt ár.

Sjá einnig: Dansarinn frá Póllandi flaug áfram í úrslit Ísland Got Talent

Andri Marinó, ljósmyndari 365, var á svæðinu í kvöld og náði hann meðfylgjandi myndum. 

Vísir/andri marínó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×