Xavi gæti spilað 750. leik fyrir Barcelona í dag Arnar Björnsson skrifar 14. mars 2015 07:00 Xavi Hernandez. Vísir/Getty Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00. Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira
Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00.
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira