Lífið

Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Í þættinum þessa vikuna halda strákarnir áfram að kynna sér Vesturlandið og fara upp í fjall á Ísafirði.

„Við Arnar vöknuðum en okkur ekki að vekja Binna þannig að við fórum tveir í púðrið sem var á skíðasvæði Ísafjarðar. Löbbuðum upp á topp og renndum okkur alla leið niður og fundum síðan lækjarsprænu til að svala þorstanum. Þetta var virkilega næs,“ segir Davíð Arnar um þáttinn.

„Svo sóttum við Binna og fórum svo upp á gönguskíðasvæði þar sem við hittum heimamennina Gulla diskó og Geira. Þeir leyfðu okkur að prófa gönguskíði og Binni svindlaði í keppninni. Hélt að hann væri kominn á það level að geta tekið þátt í Vasaloppet skíðagöngunni í Svíþjóð. Við fórum síðan aftur á brettin og fundum ósnerta „backcountry“ leið á milli trjá og skóglendis,“ segir Davíð.

Þátturinn endar síðan á glæsilegum nótum með blysför þegar Davíð rennir sér niður veginn að Ísafjarðarbæ frá fjallinu.


Tengdar fréttir

Láta allt flakka á Norðurlandi

Strákarnir í Illa farnir fara um víðan völl. Þeir renna sér niður brekkur, kíkja á Grettislaug og fá sér spikfeita tvíhleypu.

Velti sleðanum og fór úr axlarlið

Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×