Sport

Sjáðu alla þrjá bardaga Mjölnismanna í Liverpool | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Örn, Magnús og Bjarki.
Birgir Örn, Magnús og Bjarki. mynd/mjölnir
Þrír bardagakappar úr keppnisliði Mjölnis; Bjarki Ómarsson, Birgir Örn Tómasson og Magnús Ingvarsson, börðust á glæsilegu áhugamannakvöldi í Liverpool um síðustu helgi sem ber heitið Shinobi War.

Sjá einnig:Bjarki festist í lyftu korter í flug | Skyggnstu bakvið tjöldin með Mjölni

Bjarki var sá eini sem vann sinn bardaga, en þessi gríðarlega efnilegi bardagakappi hafði betur gegn Danny Randolf á samróma dómaraúrskurði eftir þrjár lotur.

Birgir Örn Tómasson háði titilbardaga gegn Liverpool-manninum Gavin Hughes og tapaði eftir fimm jafnar lotur. Bardaginn var kosinn sá besti á kvöldinu.

Þá tapaði Magnús Ingvarsson sínum fyrsta bardaga á ferlinum fyrir öðrum heimamanni, Tim Barnett. Stöðva þurfti bardagann í annarri lotu eftir að Barnett hafði landað nokkrum góðum höggum á Magnúsi.

Bardagana þrjá má sjá í heild sinni hér að neðan.

Bjarki Ómarsson gegn Danny Randolf: Birgir Örn Tómasson gegn Gavin Hughes; Magnús Ingvarsson gegn Tim Barnett:
MMA

Tengdar fréttir

Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp

Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×