Matija Nastasic er formlega orðinn leikmaður Schalke 04 í Þýskalandi.
Nastasic, sem er 21 árs, var lánaður til Schalke frá Manchester City í janúar en þýska liðið hefur nú nýtt sér kaupákvæði í lánssamningi leikmannsins.
Nastasic, sem á 16 leiki að baki fyrir serbneska landsliðið, skrifaði undir fjögurra ára samning við Schalke sem er í 5. sæti þýsku Bundesligunnar.
Nastacic lék allan leikinn þegar Schalke vann Real Madrid 3-4 á Santiago Bernabeu í gær. Madrídingar fóru þó áfram, 5-4 samanlagt.
Schalke búið að ganga frá kaupum á Nastasic

Tengdar fréttir

Ronaldo skoraði og Real vann | Sjáðu mörkin
Batt enda á þriggja leikja markaþurrð er Real Madrid fór langt með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.

Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin
Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04.

Bálreiður Ronaldo: Ég tala ekki aftur fyrr en eftir tímabilið
Cristiano Ronaldo var hundfúll eftir tap Real Madrid í Meistaradeildinni í gær þrátt fyrir að skora tvö mörk.

Sá yngsti til að skora gegn Real Madrid í Meistaradeildinni | Myndband
Hinn 19 ára gamli Leroy Sané setti nýtt met í 3-3 jafntefli Schalke 04 á móti Real Madrid í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Casillas: Við höfum náð botninum
Markvörður Evrópumeistaranna í áfalli eftir 4-3 tap liðsins gegn Schalke í Meistaradeildinni.